Laufey lofuð í Rolling Stone Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 10:36 Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir. Facebook/Laufeymusic Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan. Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Laufey er 22 ára gömul og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlist sína. Hún bæði semur, syngur og leikur á selló en meðal þess sem er að finna á nýju plötunni er ábreiða af laginu I Wish You Love sem upphaflega var samið Charles Trenet og var tekið upp nokkrum sinnum í Frakklandi á fimmta áratugnum, áður en Albert Beach gerði enska útgáfu af laginu. Saga lagsins er rakin nánar í umfjöllun Rolling Stone en meðal þeirra sem hafa flutt sína eigin útgáfu af laginu eru Dean Martin, Chet Baker og Frank Sinatra svo örfá dæmi séu tekin. Ekki er annað hægt að segja en að flutningur Laufeyjar á laginu fái góða dóma hjá Rolling Stone. Flutningur Laufeyjar er sagður bæði ljúfur og lipur auk þess sem hún bæti við skemmtilegum klappandi aukatakti sem lyfti laginu enn frekar upp. Laufey hefur verið dugleg að notast við samfélagsmiðla til að miðla tónlist sinni eins og hún lýsir sjálf í samtali við From The Intercom nýverið. „Þetta er það sem er í uppáhaldi hjá mér varðandi samfélagsmiðla: Um leið og ég sem lag, og hugsa um útfærslu af þekktu djasslagi, þá deili ég því á TikTok, Instagram eða YouTube, og viðbrögðin sem ég fæ við því – þau segja mér hvort ég ætti að halda áfram með það og gera stúdíó-útgáfu og gefa það út,“ sagði Laufey. Útgáfu Laufeyjar á laginu I Wish You Love má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira