Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag. Vitnaleiðslur stóðu svo yfir í þrjá daga en málflutningur átti að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Honum var hins vegar frestað fram í næstu viku vegna veikinda, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er búið að ákveða hvaða dag aðalmeðferðin hefst á ný.
Marek neitar sök og er jafnframt metinn ósakhæfur. Fram hefur komið við aðalmeðferðina nú í vikunni að hann hafi sýnt af sér einkennilega hegðun í aðdraganda eldsvoðans og verið í maníu þegar bruninn varð. Áfall sem hann varð fyrir á spítala skömmu fyrir brunann hafi mögulega komið veikindum hans af stað. Þrír létust í brunanum, allt pólskir ríkisborgarar á þrítugsaldri.