Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 08:31 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfa ekki að keppa á móti hverri annarri í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Katrín Tanja keppir á mótinu í Þýskalandi en Anníe Mist á mótinu í Hollandi. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum. CrossFit Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú skipt besta CrossFit fólki heims niður á undanúrslitamótin í júní þar sem þau geta tryggt sér farseðla á heimsleikunum í haust. Eftir átta liða úrslitin tryggðu þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur sér áframhaldandi þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit og fékk hver og einn þeirra þátttökurétt í móti sem gefur síðan sæti á leikunum. Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) Evrópu fékk alls 60 sæti í undanúrslitunum en flest sæti fóru til Bandaríkjanna og Kanada eða samtals 120 talsins. 30 komust síðan áfram frá hverjum af hinum álfunum fjórum sem eru Eyjaálfa, Suður-Ameríka, Asía og Afríka. Ísland á alls sjö keppendur í næsta hluta, þrjá karla og fjórar konur. Íslenska CrossFit fólkið keppir á tveimur undanúrslitamótum sem áttu að fara fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta eru mótin CrossFit Lowlands Throwdown í Apeldoorn í Hollandi og German Throwdown í Þýskalandi. Mótin áttu að fara fram á staðnum en vegna ástandsins í heimsfaraldrinum þá var ákveðið að þetta yrðu netmót í staðin. Íslenska fólkið er því að keppa í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima hjá sér eins og í hinum hlutnum tveimur, The Open og átta liða úrslitunum. Þetta er sérstaklega þægilegt fyrir Katrínu Tönju sem sparar sér langt ferðalag til Þýskalands í júní. Bæði mótin í Evrópu fara fram frá 11. til 13. júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu. Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi. Einnig komst eitt lið (Crossfit Stöð) áfram í undanúrslitin frá Íslandi, CFS Sport (Crossfit Sporthúsinu) endaði í 32. sæti í Evrópu og það eru 40 lið sem komast áfram í undanúrslitin. Ekki er komið á hreint hvoru mótinu liðið keppir en það kemur í ljós á næstu vikum.
CrossFit Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira