Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 08:08 Andstæðingar bannsins óttast meðal annars að það muni leiða til fleiri hættulegra árekstra milli lögreglu og ungra svartra manna. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira