Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 21:27 Kolaorkuver í Neurath í Þýskalandi. Núgildandi lög um loftslagsaðgerðir eru talin of óskýr um hvernig markmið eiga að nást eftir 2030. AP/Martin Meissner Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl. Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl.
Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira