Er almenningi treystandi fyrir umræðu um vísindi? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 28. apríl 2021 11:02 Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og því er mikilvægt að takmarkanir á því séu reistar á sérlega sterkum grundvelli. Þessari grein var nýlega synjað um birtingu á skoðanasíðu Vísis. Greinin fjallar um skort á hágæða rannsóknum sem styðja virkni andlitsgríma og er því í andstöðu við núverandi ráðleggingar sóttvarnayfirvalda. Í kjölfarið birtist grein um ritskoðun á skoðanasíðu Vísis. Höfundur greinarinnar er Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þar kemur fram að „vísindagreinar eigi almennt ekki heima undir merkjum skoðunar á Vísi - nema kannski að um sé að ræða skoðun á vísindum“. Hver er munurinn? Vísir hefur því ákveðið að banna skoðanir sem vísa í rannsóknir. Þannig á vísindaleg umræða minni rétt á sér en óvísindaleg umræða. Tryggir það gæði? Einnig tekur Þórir fram að það megi hafa sínar „eigin skoðanir“ en ekki sínar „eigin staðreyndir“. Þessi frasi hljómar eins og grín til að réttlæta bann á skoðunum með því að gefa þeim nýjan stimpil „eigin staðreyndir“, sem er í raun og veru það sama og skoðun. Hins vegar virðist Þórir varpa þessum frasa fram í fúlustu alvöru og gerist þannig sjálfur sekur um að vera með „eigin staðreyndir“ ef hann heldur að hann einn geti vitað hinn eina rétta sannleika. Ef grein birtist á „skoðanasíðu“ þá er greinin undir formerkjum skoðunar ekki staðreynda. Þórir segir flesta þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og haldi sig innan þeirra. Hins vegar séu undantekningar og að það séu greinahöfundar sem sigli undir flaggi vísindalegrar nálgunar sem reyni að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar - sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Að sögn Þóris er þessi „nánari skoðun“ fljótlegt staðreyndatékk framkvæmt af umsjónarmönnum skoðanasíðu Vísis, sem samkvæmt Þóri eru ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Staðallinn á þessu staðreyndatékki er því ekki hár og tryggir því varla sannleiksgildi. Einnig er hætta á að gagnrýni á yfirvöld, í þessu tilviki sóttvarnayfirvöld, sé líklegri til að falla á þessu „fljótlega staðreyndatékki“ og fjölmiðlar þá orðið hlutdrægir. Gætu tilraunir til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu með „fljótlegu staðreyndatékki“ gert akkúrat öfugt, stuðlað að upplýsingaóreiðu? Er skilgreiningin á upplýsingaóreiðu orðin of víð? Ofuráhersla samtímans á upplýsingaóreiðu getur verið tvíeggjað sverð, að það sé notað sem afsökun til að ritskoða sjónarmið sem samræmast ekki reglugerðum yfirvalda. Hvernig er hægt að tryggja að „fljótlegt staðreyndatékk“ sé í raun og veru ekki skoðanatékk? Heimspekingurinn Voltaire sagði „ég er ósammála því sem þú segir, en ég er reiðubúinn að verja rétt þinn til að tjá þig á þennan hátt, fram í rauðan dauðann“. Forngrikkir trúðu á umræður og rökræður, að hægt væri að komast hvað næst sannleikanum með því að fyrst kæmu fram rök, næst mótrök og þannig koll af kolli. Þannig lifa bestu rökin af óháð því hvaða titil viðkomandi ber. Þessi hugsun kemur skýrt í gegn í nýlegum námskrám. Þar er bent á að lítil nýsköpun verði í landi þar sem kennt er eftir aðferðinni að kennarinn viti allt, börnin viti ekki neitt og að börnin eigi að trúa öllu því sem kennarinn segir gagnrýnislaust. Í norska ríkissjónvarpinu eru einnig reglulegir rökræðufundir. Þá koma annars vegar fram stjórnvöld og hins vegar ýmsir aðilar sem hafa gagnstæðar skoðanir. Þannig myndast umræða og allir auka þekkingu sína. Á Íslandi er hins vegar algengast að fréttafólk spyrji þann sem allt veit. Erlendis er einnig algengt að fræðimenn byrji öll sín svör með innganginum „ég veit það ekki, þetta er ný veira, þetta eru nýjar aðstæður, það er margt sem við vitum ekki ennþá“, minna fer fyrir því á Íslandi. Stundum skapast þær aðstæður í samfélögum að gagnrýni á ákvarðanir yfirvalda séu taldar hættulegar og mælst til þess að umræðu sé haldið í lágmarki. Þetta á til dæmis við þegar land fer í stríð. Sennilega hefði verið hægt að koma í veg fyrir verstu hörmungar mannkynssögunnar ef þessari reglu um að sleppa rökræðum hefði ekki verið fylgt. Yfirvöld biðja nú almenning um hlýðni við meiriháttar frelsisskerðingum á sama tíma og ritskoðun á Facebook, Twitter, Google, Youtube og fleira hefur aldrei verið meiri. Þetta er einmitt tíminn sem við þurfum hvað mest á umræðu að halda í íslenskum fjölmiðlum. Á ekki að fjalla um allar hliðar málsins þótt tímarnir séu viðsjárverðir? Eru sóttvarnareglur reistar á svo veikum grunni að þær þarfnist ritskoðunar og standist ekki rök? Ef valdhafar stjórna einnig birtingu upplýsinga er hætta á að þeir muni leggja áherslu á að birta upplýsingar sem styðji ákvörðunartökur þeirra og geri minna úr upplýsingum sem gagnrýna þeirra aðgerðir. Það væri því best að aðskilja þá aðila sem annars vegar veita upplýsingar og umræðu um COVID-19 frá þeim sem taka hinar erfiðu sóttvarnarákvarðanir. Það má velta því upp hvort borið hafi á hlutdrægni íslenskra fjölmiðla. Til dæmis má lesa hér frétt um að dauðsföllum hafi fækkað um 12% samhliða tilslökunum í Bandaríkjunum. Hins vegar varð fyrirsögnin þessi: Ánægjulegt er, að mæðgin sem greindust með COVID-19, voru einkennalaus. Engu að síður var fyrirsögnin á þeirri frétt þessi: Hefur ritskoðun tengd COVID-19 haft alvarlegar afleiðingar? Upphaflega ritskoðuðu kínversk stjórnvöld upplýsingar um tilkomu COVID-19 og komu þannig í veg fyrir að önnur lönd gætu undirbúið sig. Hydroxychloroquine er lyf sem virðist virka ágætlega gegn COVID-19. Engu að síður fjarlægði Facebook færslu sem gagnrýndi yfirvöld fyrir að banna Hydroxychloroquine og nota í staðinn lyfið Remdesivir sem, samkvæmt lyfjaframleiðendum sjálfum, bjargar engum mannslífum. Eftirlitsstjórn Facebook hefur nú snúið við þessari ákvörðun. Svipaða sögu má segja um lyfið Ivermectin sem enn er bannað að gefa Íslendingum og í staðinn gefið lyfið Remdesivir (sem bjargar engum mannslífum). Ritskoðun getur því kostað mannslíf. Hún er einnig varasöm hvað pólitík varðar. Til dæmis hefur samfélagsmiðillinn Twitter verið ásakaður um hlutdræga ritskoðun á pólitískum skoðunum og hafa synjað beiðni um að gefa upp lista yfir fjarlægðar upplýsingar. Væri eðlilegt að Vísir gæfi upp slíkan lista? Ef lesendur eru ekki hæfir til að meta sannleiksgildi greinaskrifa um rannsóknir hvernig eiga þeir þá að þjálfast í því ef sú umræða má ekki eiga sér stað (catch 22) ? Ef umræða um vísindi hefði meira rými þá myndu starfsmenn Vísis ef til vill vera hæfari til að meta fræðilegar umfjallanir. Það munu sennilega líða margir áratugir þangað til Ísland fær aftur tækifæri til að glæða áhuga almennings á vísindalegri hugsun. Ætlum við að glutra niður því tækifæri? Þar sem Vísir telur vísindagreinar ekki almennt eiga heima undir merkjum skoðunar, hvar á þá umræða um túlkun á vísindaniðurstöðum að eiga sér stað á Íslandi? Þegar til lengdar lætur eru rökræður líklegri til að tryggja sannleiksgildi en ritskoðun. Engu að síður segir Þórir lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar í búningi fræðilegrar umfjöllunar. En eiga lesendur skilið þá lágmarksvirðingu að vera treyst til að meta sjálfir sannleiksgildi vísindalegrar umfjöllunar? Höfundur er dokorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og því er mikilvægt að takmarkanir á því séu reistar á sérlega sterkum grundvelli. Þessari grein var nýlega synjað um birtingu á skoðanasíðu Vísis. Greinin fjallar um skort á hágæða rannsóknum sem styðja virkni andlitsgríma og er því í andstöðu við núverandi ráðleggingar sóttvarnayfirvalda. Í kjölfarið birtist grein um ritskoðun á skoðanasíðu Vísis. Höfundur greinarinnar er Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þar kemur fram að „vísindagreinar eigi almennt ekki heima undir merkjum skoðunar á Vísi - nema kannski að um sé að ræða skoðun á vísindum“. Hver er munurinn? Vísir hefur því ákveðið að banna skoðanir sem vísa í rannsóknir. Þannig á vísindaleg umræða minni rétt á sér en óvísindaleg umræða. Tryggir það gæði? Einnig tekur Þórir fram að það megi hafa sínar „eigin skoðanir“ en ekki sínar „eigin staðreyndir“. Þessi frasi hljómar eins og grín til að réttlæta bann á skoðunum með því að gefa þeim nýjan stimpil „eigin staðreyndir“, sem er í raun og veru það sama og skoðun. Hins vegar virðist Þórir varpa þessum frasa fram í fúlustu alvöru og gerist þannig sjálfur sekur um að vera með „eigin staðreyndir“ ef hann heldur að hann einn geti vitað hinn eina rétta sannleika. Ef grein birtist á „skoðanasíðu“ þá er greinin undir formerkjum skoðunar ekki staðreynda. Þórir segir flesta þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og haldi sig innan þeirra. Hins vegar séu undantekningar og að það séu greinahöfundar sem sigli undir flaggi vísindalegrar nálgunar sem reyni að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar - sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Að sögn Þóris er þessi „nánari skoðun“ fljótlegt staðreyndatékk framkvæmt af umsjónarmönnum skoðanasíðu Vísis, sem samkvæmt Þóri eru ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Staðallinn á þessu staðreyndatékki er því ekki hár og tryggir því varla sannleiksgildi. Einnig er hætta á að gagnrýni á yfirvöld, í þessu tilviki sóttvarnayfirvöld, sé líklegri til að falla á þessu „fljótlega staðreyndatékki“ og fjölmiðlar þá orðið hlutdrægir. Gætu tilraunir til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu með „fljótlegu staðreyndatékki“ gert akkúrat öfugt, stuðlað að upplýsingaóreiðu? Er skilgreiningin á upplýsingaóreiðu orðin of víð? Ofuráhersla samtímans á upplýsingaóreiðu getur verið tvíeggjað sverð, að það sé notað sem afsökun til að ritskoða sjónarmið sem samræmast ekki reglugerðum yfirvalda. Hvernig er hægt að tryggja að „fljótlegt staðreyndatékk“ sé í raun og veru ekki skoðanatékk? Heimspekingurinn Voltaire sagði „ég er ósammála því sem þú segir, en ég er reiðubúinn að verja rétt þinn til að tjá þig á þennan hátt, fram í rauðan dauðann“. Forngrikkir trúðu á umræður og rökræður, að hægt væri að komast hvað næst sannleikanum með því að fyrst kæmu fram rök, næst mótrök og þannig koll af kolli. Þannig lifa bestu rökin af óháð því hvaða titil viðkomandi ber. Þessi hugsun kemur skýrt í gegn í nýlegum námskrám. Þar er bent á að lítil nýsköpun verði í landi þar sem kennt er eftir aðferðinni að kennarinn viti allt, börnin viti ekki neitt og að börnin eigi að trúa öllu því sem kennarinn segir gagnrýnislaust. Í norska ríkissjónvarpinu eru einnig reglulegir rökræðufundir. Þá koma annars vegar fram stjórnvöld og hins vegar ýmsir aðilar sem hafa gagnstæðar skoðanir. Þannig myndast umræða og allir auka þekkingu sína. Á Íslandi er hins vegar algengast að fréttafólk spyrji þann sem allt veit. Erlendis er einnig algengt að fræðimenn byrji öll sín svör með innganginum „ég veit það ekki, þetta er ný veira, þetta eru nýjar aðstæður, það er margt sem við vitum ekki ennþá“, minna fer fyrir því á Íslandi. Stundum skapast þær aðstæður í samfélögum að gagnrýni á ákvarðanir yfirvalda séu taldar hættulegar og mælst til þess að umræðu sé haldið í lágmarki. Þetta á til dæmis við þegar land fer í stríð. Sennilega hefði verið hægt að koma í veg fyrir verstu hörmungar mannkynssögunnar ef þessari reglu um að sleppa rökræðum hefði ekki verið fylgt. Yfirvöld biðja nú almenning um hlýðni við meiriháttar frelsisskerðingum á sama tíma og ritskoðun á Facebook, Twitter, Google, Youtube og fleira hefur aldrei verið meiri. Þetta er einmitt tíminn sem við þurfum hvað mest á umræðu að halda í íslenskum fjölmiðlum. Á ekki að fjalla um allar hliðar málsins þótt tímarnir séu viðsjárverðir? Eru sóttvarnareglur reistar á svo veikum grunni að þær þarfnist ritskoðunar og standist ekki rök? Ef valdhafar stjórna einnig birtingu upplýsinga er hætta á að þeir muni leggja áherslu á að birta upplýsingar sem styðji ákvörðunartökur þeirra og geri minna úr upplýsingum sem gagnrýna þeirra aðgerðir. Það væri því best að aðskilja þá aðila sem annars vegar veita upplýsingar og umræðu um COVID-19 frá þeim sem taka hinar erfiðu sóttvarnarákvarðanir. Það má velta því upp hvort borið hafi á hlutdrægni íslenskra fjölmiðla. Til dæmis má lesa hér frétt um að dauðsföllum hafi fækkað um 12% samhliða tilslökunum í Bandaríkjunum. Hins vegar varð fyrirsögnin þessi: Ánægjulegt er, að mæðgin sem greindust með COVID-19, voru einkennalaus. Engu að síður var fyrirsögnin á þeirri frétt þessi: Hefur ritskoðun tengd COVID-19 haft alvarlegar afleiðingar? Upphaflega ritskoðuðu kínversk stjórnvöld upplýsingar um tilkomu COVID-19 og komu þannig í veg fyrir að önnur lönd gætu undirbúið sig. Hydroxychloroquine er lyf sem virðist virka ágætlega gegn COVID-19. Engu að síður fjarlægði Facebook færslu sem gagnrýndi yfirvöld fyrir að banna Hydroxychloroquine og nota í staðinn lyfið Remdesivir sem, samkvæmt lyfjaframleiðendum sjálfum, bjargar engum mannslífum. Eftirlitsstjórn Facebook hefur nú snúið við þessari ákvörðun. Svipaða sögu má segja um lyfið Ivermectin sem enn er bannað að gefa Íslendingum og í staðinn gefið lyfið Remdesivir (sem bjargar engum mannslífum). Ritskoðun getur því kostað mannslíf. Hún er einnig varasöm hvað pólitík varðar. Til dæmis hefur samfélagsmiðillinn Twitter verið ásakaður um hlutdræga ritskoðun á pólitískum skoðunum og hafa synjað beiðni um að gefa upp lista yfir fjarlægðar upplýsingar. Væri eðlilegt að Vísir gæfi upp slíkan lista? Ef lesendur eru ekki hæfir til að meta sannleiksgildi greinaskrifa um rannsóknir hvernig eiga þeir þá að þjálfast í því ef sú umræða má ekki eiga sér stað (catch 22) ? Ef umræða um vísindi hefði meira rými þá myndu starfsmenn Vísis ef til vill vera hæfari til að meta fræðilegar umfjallanir. Það munu sennilega líða margir áratugir þangað til Ísland fær aftur tækifæri til að glæða áhuga almennings á vísindalegri hugsun. Ætlum við að glutra niður því tækifæri? Þar sem Vísir telur vísindagreinar ekki almennt eiga heima undir merkjum skoðunar, hvar á þá umræða um túlkun á vísindaniðurstöðum að eiga sér stað á Íslandi? Þegar til lengdar lætur eru rökræður líklegri til að tryggja sannleiksgildi en ritskoðun. Engu að síður segir Þórir lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar í búningi fræðilegrar umfjöllunar. En eiga lesendur skilið þá lágmarksvirðingu að vera treyst til að meta sjálfir sannleiksgildi vísindalegrar umfjöllunar? Höfundur er dokorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun