Lókal er leiðin Hildur Björnsdóttir skrifar 28. apríl 2021 10:30 Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs. Segja má að um sé að ræða eina skammlífustu tilraun íþróttasögunnar, en hún var blásin af nánast samstundis. Ástæðan var einföld - engum hugnaðist hugmyndin nema eigendum liðanna tólf. Aðdáendur urðu æfir af reiði. Forsvarsmenn annarra liða ekki síður. Jafnvel leikmenn og þjálfarar liðanna sem hlut áttu að máli. Hvað varð um regluna, að bíta ekki höndina sem fæðir þig? Stærri sneið af kökunni Stærstu lið Evrópu, sem þegar njóta fjárhagslegra yfirburða gagnvart öðrum félögum, vilja fá stærri sneið af hinni fjárhagslegu köku. Þau vilja síður deila ávinningi af sjónvarpssamningum með smærri liðum, og telja óréttlátt að smærri lið byggi fjárhagslega afkomu sína að stærstum hluta á viðureignum við stórliðin. Með Ofurdeildinni hugðust stórliðin útrýma óvissu úr sínum rekstri – þau vildu ekki eiga á hættu að missa sæti úr þeirri deild sem er nú allra arðbærust - Meistaradeild Evrópu. Þau vildu ekki þurfa að vinna fyrir sætinu inni á vellinum, heldur skyldi þeim tryggt sætið í hinni nýju Ofurdeild, óháð árangri. Plastkenndur draumur? Afleikurinn um Ofurdeildina er framhald af þróun undanliðinna ára. Stóru félögin hafa fjarlægst grasrótina með hverju tímabilinu – það hefur gleymst að félögin eru í grunninn félagsskapur fólks úr ólíkum borgum og bæjarhlutum. Gömlu vellirnir í Englandi voru reistir milli húsaþyrpinga svo engum varð ljóst að hann stæði á stórleikvangi fyrr en komið var efst í stúkuna. Leikmennina mátti hitta á barnum eftir leik - þeir voru aðgengilegir, mennskir og fyrirmyndir barna í hverfunum. Þessa sögu mætti segja af Arsenal, sem áður spilaði á Highbury Stadium í Islington - tæplega fjörutíu þúsund manna velli í miðri íbúabyggð. Í dag spilar Arsenal hins vegar á sálarlausum stórvelli sem kenndur er við arabískt flugfélag. Hvað sem því líður byggir Arsenal þó, líkt og Liverpool og Manchester United, þrátt fyrir allt á hundrað ára sögu afreka inni á vellinum. Manchester City er hins vegar skýrt dæmi um þessa varhugaverðu þróun. Miðlungsklúbbur sem alla tíð hefur flakkað milli deilda. Félagið er nú í eigu sjeiksins af Abu Dhabi, nýtur ríkulegrar niðurgreiðslu gegnum málamyndastyrktarsamninga og fær til sín bestu leikmenn og þjálfara víðsvegar að úr veröldinni. Leiki sína spila þeir á Etihad leikvanginum í Manchester við fullkomnar aðstæður. Plastkenndur draumur, eða upphafið að martröð þar sem aðdáendurnir, sem þrátt fyrir allt eru hornsteinn félagsins, fjarlægast smátt og smátt? Teygist á tauginni Í heimsfaraldrinum hafa leikir í ensku úrvalsdeildinni farið fram fyrir tómu húsi. Upplifunin er allt önnur og verri – jafnvel gegnum sjónvarpsskjáinn. Öllum er ljóst að knattspyrna er heldur furðuleg afþreying þegar áhorfendur og umgjörð vantar. Fólkið er ómissandi - og fólkið þarf að geta myndað tengingar við þá sem spila leikinn - annars teygist á tauginni þar til hún rofnar. Ýmis merki eru um að sú geti orðið raunin. Í síðasta sjónvarpssamningi sem gerður var um réttindin að ensku knattspyrnunni í Bretlandi, lækkaði samningsfjárhæðin. Útlit er fyrir að hún standi í besta falli í stað í næstu samningum. Áður hafði leiðin legið óhindrað upp á við. Er þetta er hugsanlegt merki um það sem koma skal? Er að teygjast á tauginni? Eigendur ensku stórliðanna sex; arabískur sjeik, þrír bandarískir kaupsýslumenn, rússneskur ólígarki og gjaldeyrisbraskari búsettur á Bahamaeyjum virðast ekki tengja við taugina. Þeir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi grasrótarinnar, ef marka má drauminn um Ofurdeildina. Vafalaust ná þeir vopnum sínum og gera aðra atlögu - blindir gagnvart því að Ofurdeildin útrýmir einmitt því sem gerir knattspyrnu að markaðsvöru - spennu, óvissu og þeirri staðreynd að Davíð fær ekki bara að mæta Golíat, heldur á þess kost að sigra hann. Fegurðin í leiknum En hvar má finna andstæðu hinna alþjóðlegu stórliða sem sjúga nú sálina úr leiknum fagra? Hana er að finna nær en við höldum. Á Íslandi eigum við landslið í fremstu röð sem árum saman hafa náð fordæmalausum árangri sé tekið mið af mannfjölda, fjárráðum og innviðum. Við búum jafnframt að sterkum deildakeppnum sem fram fara hérlendis hvert sumar. Þar etja kappi íþróttafélög sem halda úti merkilegu samfélagsstarfi og eru að mestu drifin áfram af sjálfboðaliðum. Ætli framtíð knattspyrnunnar sé beint fyrir framan nefið á okkur? Alvöru jarðbundinn og óspjallaður iðnaðarfótbolti við bæjardyrnar heima. Aðgengilegir og mennskir leikmenn sem öll eru fyrirmyndir barna í hverfunum. Gróskumikið, lókal grasrótarstarf knúið áfram af fólki sem sér fegurðina í leiknum. Íslenski boltinn byrjar að rúlla næstu helgi. Fjölmennum á völlinn, eftir því sem kostur er. Áfram KR, og allir hinir! Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Ofurdeildin Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs. Segja má að um sé að ræða eina skammlífustu tilraun íþróttasögunnar, en hún var blásin af nánast samstundis. Ástæðan var einföld - engum hugnaðist hugmyndin nema eigendum liðanna tólf. Aðdáendur urðu æfir af reiði. Forsvarsmenn annarra liða ekki síður. Jafnvel leikmenn og þjálfarar liðanna sem hlut áttu að máli. Hvað varð um regluna, að bíta ekki höndina sem fæðir þig? Stærri sneið af kökunni Stærstu lið Evrópu, sem þegar njóta fjárhagslegra yfirburða gagnvart öðrum félögum, vilja fá stærri sneið af hinni fjárhagslegu köku. Þau vilja síður deila ávinningi af sjónvarpssamningum með smærri liðum, og telja óréttlátt að smærri lið byggi fjárhagslega afkomu sína að stærstum hluta á viðureignum við stórliðin. Með Ofurdeildinni hugðust stórliðin útrýma óvissu úr sínum rekstri – þau vildu ekki eiga á hættu að missa sæti úr þeirri deild sem er nú allra arðbærust - Meistaradeild Evrópu. Þau vildu ekki þurfa að vinna fyrir sætinu inni á vellinum, heldur skyldi þeim tryggt sætið í hinni nýju Ofurdeild, óháð árangri. Plastkenndur draumur? Afleikurinn um Ofurdeildina er framhald af þróun undanliðinna ára. Stóru félögin hafa fjarlægst grasrótina með hverju tímabilinu – það hefur gleymst að félögin eru í grunninn félagsskapur fólks úr ólíkum borgum og bæjarhlutum. Gömlu vellirnir í Englandi voru reistir milli húsaþyrpinga svo engum varð ljóst að hann stæði á stórleikvangi fyrr en komið var efst í stúkuna. Leikmennina mátti hitta á barnum eftir leik - þeir voru aðgengilegir, mennskir og fyrirmyndir barna í hverfunum. Þessa sögu mætti segja af Arsenal, sem áður spilaði á Highbury Stadium í Islington - tæplega fjörutíu þúsund manna velli í miðri íbúabyggð. Í dag spilar Arsenal hins vegar á sálarlausum stórvelli sem kenndur er við arabískt flugfélag. Hvað sem því líður byggir Arsenal þó, líkt og Liverpool og Manchester United, þrátt fyrir allt á hundrað ára sögu afreka inni á vellinum. Manchester City er hins vegar skýrt dæmi um þessa varhugaverðu þróun. Miðlungsklúbbur sem alla tíð hefur flakkað milli deilda. Félagið er nú í eigu sjeiksins af Abu Dhabi, nýtur ríkulegrar niðurgreiðslu gegnum málamyndastyrktarsamninga og fær til sín bestu leikmenn og þjálfara víðsvegar að úr veröldinni. Leiki sína spila þeir á Etihad leikvanginum í Manchester við fullkomnar aðstæður. Plastkenndur draumur, eða upphafið að martröð þar sem aðdáendurnir, sem þrátt fyrir allt eru hornsteinn félagsins, fjarlægast smátt og smátt? Teygist á tauginni Í heimsfaraldrinum hafa leikir í ensku úrvalsdeildinni farið fram fyrir tómu húsi. Upplifunin er allt önnur og verri – jafnvel gegnum sjónvarpsskjáinn. Öllum er ljóst að knattspyrna er heldur furðuleg afþreying þegar áhorfendur og umgjörð vantar. Fólkið er ómissandi - og fólkið þarf að geta myndað tengingar við þá sem spila leikinn - annars teygist á tauginni þar til hún rofnar. Ýmis merki eru um að sú geti orðið raunin. Í síðasta sjónvarpssamningi sem gerður var um réttindin að ensku knattspyrnunni í Bretlandi, lækkaði samningsfjárhæðin. Útlit er fyrir að hún standi í besta falli í stað í næstu samningum. Áður hafði leiðin legið óhindrað upp á við. Er þetta er hugsanlegt merki um það sem koma skal? Er að teygjast á tauginni? Eigendur ensku stórliðanna sex; arabískur sjeik, þrír bandarískir kaupsýslumenn, rússneskur ólígarki og gjaldeyrisbraskari búsettur á Bahamaeyjum virðast ekki tengja við taugina. Þeir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi grasrótarinnar, ef marka má drauminn um Ofurdeildina. Vafalaust ná þeir vopnum sínum og gera aðra atlögu - blindir gagnvart því að Ofurdeildin útrýmir einmitt því sem gerir knattspyrnu að markaðsvöru - spennu, óvissu og þeirri staðreynd að Davíð fær ekki bara að mæta Golíat, heldur á þess kost að sigra hann. Fegurðin í leiknum En hvar má finna andstæðu hinna alþjóðlegu stórliða sem sjúga nú sálina úr leiknum fagra? Hana er að finna nær en við höldum. Á Íslandi eigum við landslið í fremstu röð sem árum saman hafa náð fordæmalausum árangri sé tekið mið af mannfjölda, fjárráðum og innviðum. Við búum jafnframt að sterkum deildakeppnum sem fram fara hérlendis hvert sumar. Þar etja kappi íþróttafélög sem halda úti merkilegu samfélagsstarfi og eru að mestu drifin áfram af sjálfboðaliðum. Ætli framtíð knattspyrnunnar sé beint fyrir framan nefið á okkur? Alvöru jarðbundinn og óspjallaður iðnaðarfótbolti við bæjardyrnar heima. Aðgengilegir og mennskir leikmenn sem öll eru fyrirmyndir barna í hverfunum. Gróskumikið, lókal grasrótarstarf knúið áfram af fólki sem sér fegurðina í leiknum. Íslenski boltinn byrjar að rúlla næstu helgi. Fjölmennum á völlinn, eftir því sem kostur er. Áfram KR, og allir hinir! Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun