Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 17:05 Við nánari skoðun fór ekki milli mála að um Táslu var að ræða. Villikettir Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. „Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021 Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021
Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira