Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:41 Marek Moszczynski, hinn ákærði í málinu, í dómsal í ásamt verjanda sínum og túlki í gær. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira