Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2021 08:00 Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun