Lífið

Fordæmir „atvinnupólitíkusa“ og heitir því að verða lausnamiðuð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jenner er ekki fyrsti heimsþekkti einstaklingurinn sem býður sig fram til ríkisstjóra Kaliforníu. Ronald Reagan og Arnold Schwarzenegger hafa báðir sinnt embættinu.
Jenner er ekki fyrsti heimsþekkti einstaklingurinn sem býður sig fram til ríkisstjóra Kaliforníu. Ronald Reagan og Arnold Schwarzenegger hafa báðir sinnt embættinu. epa/Nina Prommer

Fyrrverandi Ólympíuíþróttakonan og raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner hefur tilkynnt framboð sitt til ríkisstjóra Kaliforníu. Boðað var til kosninga þegar nógu margar undirskriftir lágu fyrir til að kjósa um framtíð núverandi ríkisstjóra.

Á kjörseðlinum fær fólk að velja á milli þess að halda Gavin Newsom eða velja nýjan frambjóðanda. Samkvæmt Axios hefur Caitlyn fengið til liðs við sig nokkra af fyrrum ráðgjöfum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 

„Kaliforníubúar vilja og verðskulda meira frá ríkisstjóranum,“ sagði Jenner í yfirlýsingu.

Sagði hún „atvinnupólitíkusa“ hafa komist upp með það að lofa miklu en efna lítið. Íbúar ríkisins verðskulduðu leiðtoga með hugsjón og getu til að „klára málin“. Sagði Jenner kosningabaráttu sína myndu verða lausnamiðaða og hét því að beina íbúum leiðina fram á við.

Newsom hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum.

Jenner sagðist hins vegar „sannkallaður sigurvegari“ og að hún væri eini utanaðkomandi aðilinn sem gæti bundið enda á „hörmulega“ stjórnartíð Newsom.

Íþróttahetjan fyrrverandi var áður gift Kris Jenner og þær eiga saman dæturnar Kendall og Kylie. Fjölskyldan varð heimsfræg í raunveruleikaþáttunum Keeping Up with the Kardashians.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×