Herra Hnetusmjör hættur við mótmæli í bili Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 13:05 Herra Hnetusmjör hefur gengið fram fyrir skjöldu sem ötull talsmaður þess að landamærunum sé lokað í sóttvarnaskyni. Vísir Ekkert verður af áformum rapparans Herra Hnetusmjör um að stífla Reykjanesbrautina í mótmælaskyni í bili. Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Eftir að frumvarp um skylduvist á sóttkvíarhóteli fyrir ákveðna hópa var samþykkt í gær, telur rapparinn mótmæli ekki nauðsynleg „AÐ SVÖ STÖDDU“, eins og hann skrifaði í hástöfum á hringrás sinni á Instagram um hádegisbil í dag. Áformin virðast þó aðeins geymd, en ekki gleymd. „Það er greinilegt að það er hópur fólks sem fylgist grannt með gangi smita í gegnum landamærin og er fljótur að láta í sér heyra ef þess þarf,“ skrifar rapparinn, Árni Páll Árnason. Yfirlýsing rappara um frumvarp um sóttvarnalög og útlendinga.Instagram Það sem fékk Árna til að hverfa frá boðuðum mótmælum var að hans sögn ákvæði sem kveður á um að sóttvarnalæknir skilgreini helstu hááhættusvæðin fyrir heilbrigðisráðherra, svo að hægt sé að skikka farþega frá þeim á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. „Það hefur sýnt sig að um leið og ríkisstjórnin hefur reynt að taka ákvarðanir sjálf án innleggs frá Þórólfi þá fer allt í steik. Almannahagsmunir eru númer eitt og ég tel að með þessari skýru breytingu verða þeir hafðir að leiðarljósi,“ skrifar rapparinn. Herra Hnetusmjör kynnti fyrst hugmyndir sínar um að stífla landamærin í viðtali í síðustu viku en þær hafa síðan mætt harðri gagnrýni, meðal annars frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar. Hann sagði áformin ógeðfelld. Upphaflega var krafa rapparans að landamærunum yrði lokað, eins og það var orðað, til þess að veiran rataði ekki inn í landið í sama mæli og hún hefur verið að gera vegna ferðamanna sem rjúfa sóttkví. Að mati Herra Hnetusmjörs hefur að nokkru leyti verið orðið við því með breytingum frumvarpsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 „Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7. apríl 2021 11:07