Töframennirnir stöðvuðu Curry, stórleikur Embiid dugði ekki til og Doncic sá um Detroit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 11:30 Luka Dončić var frábær að venju í nótt. Tom Pennington/Getty Images Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Stephen Curry snöggkólnaði gegn Washington Wizards, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og Luka Dončić var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Russell Westbrook bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu er Washington Wizards unnu fjögurra stiga sigur á Golden State Warriors, lokatölur 118-114. Westbrook skoraði aðeins 14 stig en tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í liði Wizards. Stephen Curry tókst ekki að halda ótrúlegu gengi sínu áfram en hann hefur verið hreint ótrúlegur í aprílmánuði. Hann skoraði 18 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur í liði Warriors. 27th triple-double of the season for @russwest44! #DCAboveAll14 PTS | 20 REB | 10 AST pic.twitter.com/qmR4HCXlyB— NBA (@NBA) April 22, 2021 Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. Joel Embiid was THIS CLOSE to sending it to OT in incredible fashion. pic.twitter.com/gw6eFGiml8— NBA (@NBA) April 22, 2021 Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas sem vann tíu stiga sigur á Detroit PIstons, lokatölur 127-117. Slóveninn ungi skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jerami Grant skoraði 26 stig í liði Pistons. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. 40 PTS, 11 REB, 6 AST 8th consecutive victory NYK moves into 4th in EastJulius Randle lifts the @nyknicks in OT! pic.twitter.com/nfUc4aFoHY— NBA (@NBA) April 22, 2021 Clint Capela hélt áfram að taka fáránlega mörg fráköst í liði Atlanta, hann tók 22 slík ásamt því að skora 25 stig. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. 25 PTS, 9 REB, 5 AST from Jokic helps the @nuggets outlast Portland for their 4th straight W! #MileHighBasketball pic.twitter.com/JdefBJeugv— NBA (@NBA) April 22, 2021 Önnur úrslit Toronto Raptors 114-103 Brooklyn NetsIndiana Pacers 122-116 Oklahoma City ThunderCleveland Cavaliers 121-105 Chicago Bulls Houston Rockets 89-112 Utah Jazz San Antonio Spurs 87-107 Miami HeatSacramento Kings 128-125 Minnesota TimberwolvesLos Angeles Clippers 117-105 Memphis Grizzlies Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum