Gleðilegan dag jarðarinnar Gréta María Grétarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 09:01 Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968. Myndina, sem jafnan er kölluð Earthrise og ótalmargir hafa séð, tók geimfarinn William Anders frá tunglinu í Apollo 8 leiðangrinum. Hún sýnir jörðina fagurbláa, svífandi aleina í svörtu tómi. Blátt hafið, ljómandi í myrkrinu, undirstrikaði með áhrifamiklum hætti nokkuð sem við þó öll vissum, að jörðin er eina heimili okkar, forfeðra okkar og að minnsta kosti enn um sinn líka eina heimili afkomenda okkar. Fimm ár frá Parísarsamkomulaginu Það var einmitt á degi Jarðar fyrir fimm árum sem Parísarsamkomulagið var undirritað, líklega er það mikilvægasti vegvísir sem þjóðir hafa gert um það hvernig draga megi úr hlýnun jarðar af mannavöldum og því gefur dagurinn í dag okkur tilefni til að fagna. Svo hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum með afgerandi hætti þarf að velta öllum steinum við, allir þurfa að taka þátt og ábyrgðin er okkar allra. Ábyrgðinni þarf að dreifa þannig að ríki, almenningur, atvinnugreinar og fyrirtæki átti sig á að allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Viðmið og markmið þurfa að vera raunhæf og taka mið af atvinnulífi og gangi efnahagslífsins. Þannig verða til lausnir sem miða að því að við sem samfélag störfum í sátt við umhverfið og forðumst að spilla þeim lífsgæðum sem við höfum byggt upp frá iðnbyltingunni. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð hluti af öllum rekstri Þessi nýi raunveruleiki er að umbylta viðskiptum um allan heim. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru orðin hluti af daglegum rekstri, stefnu og framtíðarmarkmiðum fyrirtækja sem vilja standast tönn komandi tíma. Kröfurnar um að fólk, opinberir aðilar og fyrirtæki þekki stöðu sína og standi við markmiðin eru orðnar hluti af öllu okkar lífi og starfi. Hafið er lykilatriði þegar kemur að heilbrigði jarðar enda nær hafið yfir 70% af yfirborði jarðar. Fyrirtæki á borð við Brim hafa sömu hagsmuni og jörðin öll, að höfin séu heilbrigð, að lífríki þeirra dafni og að loftslagsáhrif spilli ekki höfunum. Brim hefur um árabil tekið samfélagsábyrgð alvarlega, bæði vegna þess að hún er hluti af því að vera afl til góðs í samfélaginu og vegna þess að hún er hluti af góðum rekstri. Fyrirtækið gaf nýverið út í fjórða sinn árs- og samfélagsskýrslu þar sem tekið er á rekstri fyrirtækisins jafnt sem ófjárhagslegum þáttum. Yfirsýn fæst með því að rekja allt vistsporið Slík samantekt styður við hlutverk Brims sem er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Brim hefur frá árinu 2015 unnið eftir metnaðarfullri umhverfisáætlun þar sem kortlögð eru umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði. Brim hefur þegar náð mikilvægum árangri í því að minnka kolefnisspor sitt. Með því að kortleggja og skilja allt vistsporið fáum við mikilvæga yfirsýn yfir hvar vel gengur og hvar hægt er að gera betur. Sjávarútvegurinn allur á Íslandi hefur náð miklum árangri síðustu áratugi og er í raun eina höfuðatvinnugreinin sem hefur dregið myndarlega úr losun. Hagkvæmari veiðar og vinnsla ásamt betri skipakosti hafa skilað því að kolefnispor veiða og vinnslu hefur rúmlega helmingast á tveimur áratugum. Kolefnislosun sjávarútvegs og annarrar matvælaframleiðslu hefur minnkað úr um 25% heildarlosunar landsins í tæplega 7% frá árinu 1995. Í nýútkominn umhverfisskýrslu Gallup telja þó 85% aðspurðra að kolefnispor sjávarútvegsins sé stórt. Kannski þurfum við bara að vera duglegri að segja frá og miðla reynslu okkar. Ekki aðeins mögulegt heldur öllum til góðs Með því að halda áfram að greina og skilja áhrif starfsemi okkar á umhverfið - og gera enn frekari ráðstafanir til að draga úr þeim getum við haldið áfram að minnka fótsporið og stuðlað þannig að því að Ísland nái markmiðum sínum. Af fréttaflutningi og umræðu mætti stundum ráða að aðgerðir í loftslagsmálum séu bæði óvinnandi vegur og banabiti atvinnulífsins. Þessum orðum er ætlað að blása okkur öllum örlítinn byr í brjóst. Þetta er ekki bara hægt, þetta er vel gerlegt og á endanum til góðs fyrir bæði rekstur fyrirtækja og jörðina. Gleðilegan dag Jarðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun