Margar leiðir til að draga úr svifryki Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. apríl 2021 08:00 Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Umræða um svifryk og uppruna þess, hreinsun gatna, umferðarstýringu og fleiri áhrifavalda hefur verið fyrirferðarmikil síðustu vikur. Það er af hinu góða, málið snertir okkur öll. Götur eru þrifnar til að viðhalda loftgæðum í umhverfinu. Slíkt hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan íbúa. Sumum eru gott hreinlæti lífsspursmál. Þannig áætlar Umhverfisstofnun Evrópu að á Íslandi látist 60 manns á ári af völdum svifryks. Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en t.d. vegna brjóstakrabbameins. Þessi vandi er því mjög áþreifanlegur þótt hann fari lágt. Aðrir eru hæfari til að fjalla um uppruna svifryksins. Mér finnst hins vegar rétt að víkja fremur að því hvað er gert og hvað er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Hreinsitækni ehf er framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki og sveitarfélög við þrif á götum og stígum. Eðli máls samkvæmt fylgjumst við því býsna vel með ástandi vega, loftgæðum og þróun í verklagi og tækni. Sé litið til höfuðborgarsvæðisins er ljóst að hægt er að vinna með ýmsar breytur til að hámarka árangur. Besta leiðin til að þrífa götur er almennt talin vera sópun – þvottur – sópun. Grófefnið er fjarlægt í fyrstu umferð, þvotturinn skolar fínefni sem situr eftir út í vegkant, seinna sópið á að fjarlægja það sem eftir situr. Misjafnt er á milli sveitarfélaga hvaða aðferðum er beitt. Sums staðar eru götur þrifnar eftir þessari aðferð, annars staðar ekki. Gæði götuþrifanna eru því misjöfn. Fleiri leiðir má nefna. Þannig hefur verið úðað rykbindiefnum til að binda óreinindi á götum. Að okkar mati er betra að fjarlægja óhreinindi en að binda þau niður. Annar búnaður er til svo sem sérstakar svifrykssugur. Þær byggja á þeirri forsendu að gatnakerfið sé í grunninn vel þrifið. (viðhaldsþrif). Auðvitað er nokkuð misjafnt hvernig er staðið að þrifum í borgum í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Oslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifnar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti. Frágangur samgöngumannvirkja skiptir líka máli. Frágangur vegaxla, svæði sem hægt væri nýta undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um hvort gerð götu sé í raun lokið með því einu að setja bundið slitlag á akreinar. Hægt væri að minnka svifryk með því að rykbinda einnig 1-2 metra út fyrir skilgreinda akbraut og um leið yrðu þrif auðveldari. Engar samhæfðar reglur eru til fyrir umgengni um framkvæmdasvæði. Þannig er mikil umferð malarflutningarbíla til og frá byggingasvæðum. Í langfæstum tilvikum eru settar kvaðir um þrifnað á dekkjum, þannig að ryk og drulla frá byggingasvæðum berist síður út í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Bylting hefur orðið í getu til að mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í boðið ódýrar lausnir sem mæla bæði svifryk og lofttegundir sem rekja má til útblásturs frá bílvélum. Hægt er að fá þennan búnað þannig að hann geti nýtt veðurspár og reynslu til að spá fyrir um loftgæði næstu daga. Þennan búnað mætti því nota sem lið í að ástandsstýra þrifum gatna. Á þann hátt yrðu þrifin markvissari og árangursríkari. Þá myndu slíkar aðferðir draga úr svifryki og á sama tíma næðist betri nýting á þá fjármuni sem varið er til þessara mála. Þá myndu markvissar aðferðir væntanlega geta bætt heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir lélegum loftgæðum. Hámarkshraði ökutækja er ein breyta sem getur haft áhrif. Áhrif breytingar á hámarkshraða koma fram í rykmyndun, útblæstri og ferðatíma svo eitthvað sé nefnt. Þessi leið hefur því meiri jákvæð áhrif eftir því sem gatnakerfið er óhreinna. Að framansögðu má sjá að möguleikar til að tempra magn ryks í kringum umferðaræðar eru talsverðir. Bestur árangur næst með samspili þessara þátta. Sem stjórnandi í sérhæfðu hreingerningafyrirtæki hef ég mest dálæti á lausnum sem innifela aukið hreinlæti. Höfundur er framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun