Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:13 Slysið varð skammt frá borginni Houston í Texas í Bandaríkjunum. EPA-EFE/LARRY W. SMITH Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur. Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur.
Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira