„Það er komið upp smit hér og allt starfsfólk er að fara í test á morgun og leikskólinn verður því lokaður,“ sagði Jóhanna sem var önnum kafin við að hafa samband við foreldra þegar Vísir náði tali af henni nú rétt fyrir klukkan tíu í kvöld.
„Í rauninni get ég ekki sagt neitt meira. Ég er á haus hérna núna að reyna að ná í alla foreldra og starfsmenn, vonandi verður þetta ekki meira en þetta,“ segir Jóhanna en aðeins hefur einn starfsmaður greinst með covid-19 enn sem komið er. „Nú kemur í ljós á morgun hvort það séu fleiri sem eru smitaðir.“