Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2021 14:31 Pale Moon innsigla samning sinn með handabandi. Pale Moon Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. „Þetta er lag sem ætti að virka vel á ströndinni eftir að maður verður pínu móðukenndur af of mikilli sól. Mun einnig eiga vel við yfir grillinu á komandi vor- og sumarmánuðum,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. „Ég var að lesa beatnik ljóð um þær mundir og tók línu úr ljóði Barböru Guest, Parachutes, My Love, Could Carry Us Higher. Við vorum svo hrifin af línunni parachutes, my love, could carry us higher og var það fyrsta kveikjan af laginu. Við tókum þá þann lagstubb upp á símann,“ segir Árni Guðjónsson meðlimur Pale Moon um nýja lagið. „Við komum svo aftur að þessari hugmynd þegar við fluttum þegar til Tarragona á Spáni og hugðumst að því að taka upp plötuna. Lagið breyttist mikið meðan við vorum að vinna í því. Nata samdi textann sem fjallar um okkur sjálf að flytja út og skilja við okkar fyrra líf. Þetta snýst líka um að eiga félaga í „glæpum“ og vera frjáls, því lífið er stutt.“ Á meðan ferlinu stóð fór Árni oft niður á strönd til að hlusta á lagið þar, til að heyra hvort útsendingin væri ekki örugglega að virka. Lagið er nú komið á Spotify. Cover art fyrir lagið Parachutes.Pale moon Ekki gull og grænir skógar Pale Moon voru að gera spennandi samning og munu nú gefa út hjá AU! Records á Spáni. „Þau höfðu bara samband af fyrra bragði, sem er viss vítamínsprauta fyrir sjálfstraustið og spurðu hvort við hefðum áhuga að gefa út hjá þeim. Okkur fannst það náttúrulega bara vera hið besta mál . Þau hjá AU! munu fara með útgáfu og dreifingarmál hérna á Spáni og sjá um tónleika bókanir. Þetta er lítið og heimilislegt fyrirtæki og þau eru með skrifstofur bara í næsta nágrenni við okkur. Fólkið sem vinnur þar er mjög jarðbundið og almennilegt, og er flest tónlistarfólk sjálft,“ segir Árni. „Það er ekkert verið að bjóða gull og græna skóga, það allir með báða fætur á jörðinni. Það besta við þetta allt saman er að okkur voru sett lokaskil. Plötuna þurfum við að klára fyrir júní þar sem hún verður pressuð á vínyl, sem tekur um það bil þrjá mánuði, og svo mun gripurinn svo koma út í öllu sínu veldi í september.“ Uppselt á tvo tónleika Útgáfufyrirtækið hefur strax hafið vinnu við að kynna bandið. „Þau komu okkur að í tónlistarþætti sem heitir Menu Stereo og er á sjónvarpsstöðinni Movistar+ einskonar Sjónvarp símans þeirra Spánverja . Í þættinum er tveim böndum att saman og hvort band spilar þrjú númer úr sínu prógrammi og svo taka böndin eitt tökulag saman og í lokin eldar önnur hljómsveitin ofan í hana og þátturinn endar á matarboði. Allt mjög súrrealískt en kannski ekki svo langt frá þætti Sigtryggs Baldurssonar, Hljómskálanum.“ Einnig kom Pale Moon svo líka fram á tveim tónleikum nú nýverið sem báðir seldust upp. „Það eru að sjálfsögðu fjöldatakmarkanir í gangi og allir með grímur. Voru seldir 35 miðar inn á hvora tónleika sem er leyfður hámarksfjöldi. En það verður nú að teljast alveg þokkalegt fyrir algerlega óþekkt band. Og algerlega frábært að koma aftur fram eftir meira en heilt ár vegna kófs og lokana. Það fer nú vonandi að sjá fyrir endann á því öllu saman.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið þeirra Exile af fyrstu plötu Pale Moon, Dust of days. Lagið hefur verið spilað yfir 250 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var tekið upp allt í einni töku einn góðan sólardag á Íslandi. Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er lag sem ætti að virka vel á ströndinni eftir að maður verður pínu móðukenndur af of mikilli sól. Mun einnig eiga vel við yfir grillinu á komandi vor- og sumarmánuðum,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. „Ég var að lesa beatnik ljóð um þær mundir og tók línu úr ljóði Barböru Guest, Parachutes, My Love, Could Carry Us Higher. Við vorum svo hrifin af línunni parachutes, my love, could carry us higher og var það fyrsta kveikjan af laginu. Við tókum þá þann lagstubb upp á símann,“ segir Árni Guðjónsson meðlimur Pale Moon um nýja lagið. „Við komum svo aftur að þessari hugmynd þegar við fluttum þegar til Tarragona á Spáni og hugðumst að því að taka upp plötuna. Lagið breyttist mikið meðan við vorum að vinna í því. Nata samdi textann sem fjallar um okkur sjálf að flytja út og skilja við okkar fyrra líf. Þetta snýst líka um að eiga félaga í „glæpum“ og vera frjáls, því lífið er stutt.“ Á meðan ferlinu stóð fór Árni oft niður á strönd til að hlusta á lagið þar, til að heyra hvort útsendingin væri ekki örugglega að virka. Lagið er nú komið á Spotify. Cover art fyrir lagið Parachutes.Pale moon Ekki gull og grænir skógar Pale Moon voru að gera spennandi samning og munu nú gefa út hjá AU! Records á Spáni. „Þau höfðu bara samband af fyrra bragði, sem er viss vítamínsprauta fyrir sjálfstraustið og spurðu hvort við hefðum áhuga að gefa út hjá þeim. Okkur fannst það náttúrulega bara vera hið besta mál . Þau hjá AU! munu fara með útgáfu og dreifingarmál hérna á Spáni og sjá um tónleika bókanir. Þetta er lítið og heimilislegt fyrirtæki og þau eru með skrifstofur bara í næsta nágrenni við okkur. Fólkið sem vinnur þar er mjög jarðbundið og almennilegt, og er flest tónlistarfólk sjálft,“ segir Árni. „Það er ekkert verið að bjóða gull og græna skóga, það allir með báða fætur á jörðinni. Það besta við þetta allt saman er að okkur voru sett lokaskil. Plötuna þurfum við að klára fyrir júní þar sem hún verður pressuð á vínyl, sem tekur um það bil þrjá mánuði, og svo mun gripurinn svo koma út í öllu sínu veldi í september.“ Uppselt á tvo tónleika Útgáfufyrirtækið hefur strax hafið vinnu við að kynna bandið. „Þau komu okkur að í tónlistarþætti sem heitir Menu Stereo og er á sjónvarpsstöðinni Movistar+ einskonar Sjónvarp símans þeirra Spánverja . Í þættinum er tveim böndum att saman og hvort band spilar þrjú númer úr sínu prógrammi og svo taka böndin eitt tökulag saman og í lokin eldar önnur hljómsveitin ofan í hana og þátturinn endar á matarboði. Allt mjög súrrealískt en kannski ekki svo langt frá þætti Sigtryggs Baldurssonar, Hljómskálanum.“ Einnig kom Pale Moon svo líka fram á tveim tónleikum nú nýverið sem báðir seldust upp. „Það eru að sjálfsögðu fjöldatakmarkanir í gangi og allir með grímur. Voru seldir 35 miðar inn á hvora tónleika sem er leyfður hámarksfjöldi. En það verður nú að teljast alveg þokkalegt fyrir algerlega óþekkt band. Og algerlega frábært að koma aftur fram eftir meira en heilt ár vegna kófs og lokana. Það fer nú vonandi að sjá fyrir endann á því öllu saman.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið þeirra Exile af fyrstu plötu Pale Moon, Dust of days. Lagið hefur verið spilað yfir 250 þúsund sinnum á Youtube. Myndbandið var tekið upp allt í einni töku einn góðan sólardag á Íslandi.
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira