Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 06:47 Lord Mountbatte, í miðjunni, heimsækir John F. Kennedy í Hvíta húsið. John F. Kennedy Presidential Library Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979. McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur. Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
McDonald sagði í samtali við Times Radio eftir útför Filippusar prins að henni þætti leitt að Mountbatten, sem var 79 ára, hefði látist þegar sprengja sprakk um borð í fiskibát. Mountbatten var móðurbróðir Filippusar og hann og Karl prins voru afar nánir. Þegar hún var spurð að því hvort hún vildi biðja Karl fyrirgefningar sagði hún að herinn sem Karl væri partur af hefði framið mörg grimmdarverk á Írlandi. „Ég get sagt; að sjálfsögðu þykir mér leitt að þetta gerðist. Að sjálfsögðu þá er þetta sorglegt. Starf mitt, og ég held að Karl prins og aðrir skilji það, er að leiða núna, á þessum tímum,“ sagði McDonald. Hún sagði það hlutverk ráðamanna nú að tryggja að ekkert barn og engin fjölskylda upplifði í dag þau áföll og þá sorg sem hefðu eitt sinn verið landlæg á Írlandi og víðar. Mountbatten var við veiðar við Mullaghmore, þar sem hann var í sumarfríi í Classiebawn-kastala, þegar hann var myrtur. Aðrir sem létust voru barnabarn hans, hinn fjórtán ára Nicholas Knatchbull, annar fimmtán ára drengur og tengdamóðir dóttur Mountbatten. Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi IRA, neitaði að biðjast afsökunar á morðinu. Hann sagði atvikið vissulega dapurlegt en að Mountbatten vissi hvaða áhættu hann væri að taka með því að ferðast til Írlands. Sex ár eru liðin frá því að Adams og Karl tókust í hendur á sögulegum fundi á Írlandi. Í sömu ferð heimsótti prinsinn Mullaghmore og talaði um þann missi sem hann upplifði þegar Mountbatten var myrtur.
Norður-Írland Írland Bretland Andlát Filippusar prins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira