Hin 24 ára gamla Elín Jóna gekk til liðs við félagið sumarið 2018 en hún lék áður með Haukum hér á landi. Hún hefur verið hluti af íslenska landsliðinu undanfarin misseri og lék sinn 29. leik í tapinu gegn Slóveníu um helgina.
Samkvæmt Handbolti.is hefur Elín Jóna þegar fundið sér nýtt lið en það kemur í ljós á næstu dögum um hvaða lið er að ræða.
Steinunn samdi við Vendsyssel síðasta sumar en hún hefur leikið með nokkrum dönskum félögum. Ekki kemur fram í tilkynningu félagsins hvar hún mun leika á næstu leiktíð.
Opdatering omkring holdet Vendsyssel Håndbold Vi har trukket Horsens Håndbold Elite i Santander Cuppen, som skal...
Posted by Vendsyssel Håndbold on Friday, April 16, 2021