Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2021 13:04 Óðinshanahjón á góðri stundu en það eru „öfug kynhlutverk“ hjá óðinshana og þórshana, hún er skrautlegri og getur átt nokkrar karla, hann sér um álegu og ungauppeldi. Jóhann Óli Hilmarsson Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend Árborg Fuglar Veður Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend
Árborg Fuglar Veður Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira