Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 17. apríl 2021 13:01 Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun