Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 17. apríl 2021 13:01 Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun