Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu? Karl Reynir Einarsson skrifar 17. apríl 2021 13:01 Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sérfræðilæknar, sem reka eigin læknastofur, hafa um árabil verið ein hinna þriggja meginstoða heilbrigðiskerfisins. Hinar tvær eru sjúkrahúsin í landinu og heilsugæslan. Undanfarin ár hefur nýliðun í hópi geðlækna í stofurekstri, eða geðlækna á stofu eins og þeir eru yfirleitt kallaðir, verið lítil. Árið 2009 voru þeir 37 talsins og heildarfjöldi viðtala það ár var rúmlega 39 þúsund. Síðan hefur leiðin legið niður á við. Árið 2020 voru 32 geðlæknar á stofu og heildarfjöldi viðtala rúmlega 30 þúsund. Ekki eru til tölur fyrir heildarfjölda stöðugilda geðlækna á stofu undanfarin ár, sumir eru í hlutastarfi á stofu og vinna annars staðar með s.s. á spítala eða heilsugæslu. Fjöldi viðtala er því besti mælikvarðinn á starfsemina í heild sinni, en þetta helst í hendur. Þegar þetta er ritað eru starfandi 28 geðlæknar á stofu, 17 vinna eingöngu á stofu en 11 einnig annars staðar. Það má gróflega áætla að alls séu um 20 stöðugildi lækna ef allir væru eingöngu í 100% starfi á stofu. Undanfarinn áratug hefur geðlæknum á stofu fækkað um næstum fjórðung og fjölda viðtala sem því nemur. Þá vaknar spurningin: hvernig verður þetta eftir önnur tíu ár? Gera má tilraun til að spá fyrir um þróunina næstu ár með því að skoða aldurssamsetningu hópsins. Í dag er meðalaldur geðlækna í stofurekstri um 62 ár. Af þeim 28 sem enn eru starfandi á þessum vettvangi eru tíu þegar orðnir 67 ára eða eldri, eða 36%. Einungis fimm eru undir fimmtugu. Áhuginn á stofurekstri hefur sjaldan eða aldrei verið minni. Hver er ástæðan fyrir þessu? Ég tel að nokkrir þættir spili hér saman: Í fyrsta lagi þá er starfsumhverfið verra en það hefur verið lengi. Fjárhagslegir hvatar til að hefja stofurekstur eru ekki lengur fyrir hendi. Gjaldskrá geðlækna hefur ekki haldið í við hækkun á rekstrarkostnaði, sem er meiri en margur heldur. Leiga, tryggingar, kostnaður við sjúkraskrárkerfi og önnur gjöld – allt hefur þetta hækkað meira en gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Það er athyglisvert að að einkarekið starfsumhverfi geðlækna virðist ekki lengur samkeppnisfært við sumar opinberar stofnanir, enda oft margir sem sækja þar um lausar stöður. Í öðru lagi þá tel ég að breytt viðhorf til vinnu og einkalífs hafi hér áhrif. Í dag vill fólk vinna til að lifa, en hér áður fyrr lifði fólk til að vinna. Þetta er jákvæð þróun, en veldur því að fyrir hvern geðlækni á stofu sem fer á eftirlaun í dag þarf stundum tvo yngri til að hitta jafnmarga sjúklinga. Þeir sem eru í einkarekstri fá einungis greitt fyrir hvert viðtal, mismikið eftir því hvað það er langt. Ef sjúklingurinn mætir ekki í tímann fær læknirinn ekkert greitt. Ef læknirinn mætir ekki vinnu vegna veikinda er hann án launa þann daginn. Hér áður fyrr gátu stofulæknar verið með mjög góðar tekjur með því að vinna langa vinnudaga og jafnvel um helgar líka. Í dag eru viðhorfin breytt, tekjurnar minnka sem því nemur og betra að vera opinber starfsmaður, með frítöku- og veikindarétt og geta t.d. verið heima hjá veiku barni án þess að vera tekjulaus þann daginn. Í þriðja lagi hefur samningsleysi við Sjúkratryggingar Íslands haft mjög slæm áhrif á viðhorf geðlækna til stofureksturs. Áralöng óvissa með rekstrarumhverfið er ekki til þess fallin að menn fari út í einkarekstur. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur heldur engum dulist að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu hefur ekki notið sérstakrar veldvildar, a.m.k. ekki ef þjónustan er veitt hér á landi. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að öll geðheilbrigðisþjónusta í landinu eigi að vera rekin af opinberum stofnunum. Nú styttist hins vegar í kosningar og þá verður vonandi tekin umræða um þetta efni, því ég efast um að meirihluti þjóðarinnar styðji núverandi stefnu. Þegar allt er tekið saman bendir því ýmislegt til þess að geðlæknar á stofu séu í raunverulegri útrýmingarhættu og muni halda áfram að fækka næstu árin ef ekkert breytist. Þetta gerist á sama tíma og þörf er á fleiri geðlæknum vegna fjölgunar þjóðarinnar og eðlilegum kröfum um meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Það er mikilvægt að öllum sé þetta ljóst. Við þetta mun fjölbreytt og hagkvæm þjónusta tapast, starfsumhverfi geðlækna verður fábreyttara og landið minna aðlaðandi fyrir geðlækna sem nú starfa á erlendri grundu. Ég á erfitt með að trúa því að meirihluti þjóðarinnar sé þessu fylgjandi. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun