„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 20:31 Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02