„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 20:31 Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02