Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 10:52 Angela Merkel á þingi í morgun. EPA/CLEMENS BILAN Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Í þingræðu í morgun sagði Merkel þriðju bylgjuna ganga yfir Þýskaland af mikilli hörku. Heilbrigðisstarfsmenn væru ítrekað að hringja viðvörunarbjöllum og spurði hún hvort þingmenn ætluðu að svara kalli þeirra. Samkvæmt frétt Reuters trufluðu þingmenn fjar-hægri flokksins AfD ræðu kanslarans en þeir eru verulega andvígir samkomubanni og ferðatakmörkunum. 25 þúsund smituðust í gær Merkel vill að þingmenn veiti ríkisstjórn hennar heimild til að taka fram fyrir hendurnar á leiðtogum sambandsríkja Þýskalands og í raun þvinga þá til að grípa til sóttvarnaraðgerða. Þannig vill hún draga úr álagi á heilbrigðisstarfsmenn í landinu. Rúmlega 25 þúsund Þjóðverjar greindust með Covid-19 í gær en í heildina hafa rúmlega þrjár milljónir smitast, svo vitað sé. Þá hafa tæplega 80 þúsund manns dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem byggja á opinberum tölum. Ætlanir kanslarans hafa mætt nokkurri mótspyrnu á þingi og þar á meðal innan flokks Merkel. Alice Weidel, leiðtogi AfD á þingi, sagði í morgun að tillögur kanslarans væru fordæmalaus árás á réttindi Þjóðverja.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira