Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna: „Allt saman mikið leyndarmál“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2021 12:30 Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna birtist á Vísi í dag. Skjáskot Í dag frumsýnum við á Vísi fyrstu stikluna fyrir Veldu núna. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mikil leynd hefur hvílt yfir framleiðslu verkefnisins. „Þetta var ólíkt öðrum verkefnum sem ég hef tekið þátt í og það er alltaf spennandi að kljást við nýtt form,“ segir leikkonan Anita Briem um þetta nýjasta verkefni sitt í leiklistinni. „Þetta er allt saman mikið leyndarmál og get ég víst voða lítið sagt eins og stendur.“ Hún segir að tökurnar hafi verið virkilega áhugaverðar og skemmtilegar. Norðurljósadýrð í tökum um miðjar nætur „Obbinn af tökunum fór fram um nætur og það var mjög sérstakt að fá að taka í miðbæ Reykjavíkur á þessum sérstöku tímum þar sem svo til enginn var á ferli og það var eins og allir hefðu bara gufað upp. Eina nóttina fengum við meira að segja hina stórbrotnustu norðurljósasýningu sem ég hef nokkurn tíma séð. Ekki slæmt, að vera á uppáhalds staðnum mínum, á setti að vinna með frábæru fólki, böðuð í norðurljósadýrð.“ Anita segir að verkefnið hafi verið mjög ólíkt í strúktúr öðrum verkefnum sem hún hafi tekið að sér. „Meira get ég ekki sagt,“ segir Anita stríðin. Einvala lið leikara fara með hlutverk í Veldu núna og má þar meðal annars nefna Snorra Engilbertsson sem fer með aðalhlutverkið á móti Anitu. Hún segir að það hafi verið yndislegt að vinna að þessu með Snorra. „Mér finnst mjög gaman að fá að vinna með og kynnast íslenskum leikurum. Hér er mikil flóra af hæfileikafólki.“ Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Veldu núna - Sýnishorn Ástfangin af hljóðbókunum Anita hefur haft í nógu að snúast síðan hún flutti heim til Íslands á síðasta ári. „Við erum að fara að klára tökur á Svari við bréfi Helgu með nokkrum vetrarsenum. Það er alltaf svo erfitt þegar maður er rifinn út úr heimi sem hefur orðið manni svo raunverulegur, svo það að fá að kíkja aðeins aftur inn er mjög kærkomið. Svo varð ég svo ástfangin af hljóðbókamiðlinum og hef eytt smá tíma undanfarið að lesa. Finnst það mjög gefandi og nærandi og þessi nánd sem maður á með hlustanda í þessum miðli er alveg einstök. Eftir þrjár mjög átakanlegar kvikmyndir á síðasta ári fann ég að ég var svolítið eftir mig á sálinni svo mér finnst æðislegt að loka mig inn í myrku herbergi og lesa. Svo eru nokkur járn í eldinum sem ég get ekki enn rætt um.“ Hún segist hafa verið mjög lánsöm í gegnum þennan faraldur. „Kvikmyndaiðnaðurinn stoppaði eiginlega aldrei og ég fékk að taka þátt í stórkostlegum og krefjandi verkefnum. Ég gaf mér líka meðvitað leyfi til að gera hluti eins og að lesa meira mér til skemmtunar. Á síðasta ári þræddi ég mig í gegnum næstum allan Jón Kalman sem reddaði sálarlífinu alveg og gerði það ríkara. En stærstu áhrif Covid á mitt líf hafa sjálfsagt verið sú að þetta ástand, allar þessar miklu breytingar í heiminum gáfu mér frelsi til að sjá lífið og hvert ég vil fara í nýju ljósi og það fyrir mér var einfaldlega að ég þráði bara að koma heim. Svo ég gerði það bara.“ Anita Briem leikkona hefur verið á fullu í leiklistinni hér á landi síðan hún flutti aftur til Íslands.Saga Sig Frelsi fyrir sjö ára stúlku Anita hafði byggt sér hús í Bandaríkjunum ásamt eiginmanninum en fann svo að hún vildi flytja til Íslands með dóttur sína. Hún segir að þær mæðgur séu búnar að koma sér mjög vel fyrir. „Við mæðgur erum orðnar grjótharðir Vesturbæingar og það að hafa verið í burtu og búið í stórborgum kennir manni að meta alla litlu hlutina, frelsi fyrir sjö ára stelpu að skottast út í Kjötborg og kaupa mjólk á reikning mömmu sinnar, bárujárnið, túlípanarnir á vorin og vinir og fjölskylda að banka upp á án þess láta vita. Það hef ég ekki upplifað mjög lengi. Úti þurfti að skipuleggja alla hittinga með viku fyrirvara.“ Eins og stendur er því planið að vera áfram á Íslandi. „Ég vil að Mía fái að alast upp hérna sem Íslendingur nálægt fjölskyldunni og hér líður mér vel.“ Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Grenjaði úr mér augun í einn og hálfan tíma samfleytt“ Aníta Briem fór 16 ára á vit ævintýranna og flutti til London. Eftir meira en 12 ár í leiklistinni í Hollywood er hún er nú flutt aftur heim til Íslands. 5. október 2020 15:31 Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Þetta var ólíkt öðrum verkefnum sem ég hef tekið þátt í og það er alltaf spennandi að kljást við nýtt form,“ segir leikkonan Anita Briem um þetta nýjasta verkefni sitt í leiklistinni. „Þetta er allt saman mikið leyndarmál og get ég víst voða lítið sagt eins og stendur.“ Hún segir að tökurnar hafi verið virkilega áhugaverðar og skemmtilegar. Norðurljósadýrð í tökum um miðjar nætur „Obbinn af tökunum fór fram um nætur og það var mjög sérstakt að fá að taka í miðbæ Reykjavíkur á þessum sérstöku tímum þar sem svo til enginn var á ferli og það var eins og allir hefðu bara gufað upp. Eina nóttina fengum við meira að segja hina stórbrotnustu norðurljósasýningu sem ég hef nokkurn tíma séð. Ekki slæmt, að vera á uppáhalds staðnum mínum, á setti að vinna með frábæru fólki, böðuð í norðurljósadýrð.“ Anita segir að verkefnið hafi verið mjög ólíkt í strúktúr öðrum verkefnum sem hún hafi tekið að sér. „Meira get ég ekki sagt,“ segir Anita stríðin. Einvala lið leikara fara með hlutverk í Veldu núna og má þar meðal annars nefna Snorra Engilbertsson sem fer með aðalhlutverkið á móti Anitu. Hún segir að það hafi verið yndislegt að vinna að þessu með Snorra. „Mér finnst mjög gaman að fá að vinna með og kynnast íslenskum leikurum. Hér er mikil flóra af hæfileikafólki.“ Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Veldu núna - Sýnishorn Ástfangin af hljóðbókunum Anita hefur haft í nógu að snúast síðan hún flutti heim til Íslands á síðasta ári. „Við erum að fara að klára tökur á Svari við bréfi Helgu með nokkrum vetrarsenum. Það er alltaf svo erfitt þegar maður er rifinn út úr heimi sem hefur orðið manni svo raunverulegur, svo það að fá að kíkja aðeins aftur inn er mjög kærkomið. Svo varð ég svo ástfangin af hljóðbókamiðlinum og hef eytt smá tíma undanfarið að lesa. Finnst það mjög gefandi og nærandi og þessi nánd sem maður á með hlustanda í þessum miðli er alveg einstök. Eftir þrjár mjög átakanlegar kvikmyndir á síðasta ári fann ég að ég var svolítið eftir mig á sálinni svo mér finnst æðislegt að loka mig inn í myrku herbergi og lesa. Svo eru nokkur járn í eldinum sem ég get ekki enn rætt um.“ Hún segist hafa verið mjög lánsöm í gegnum þennan faraldur. „Kvikmyndaiðnaðurinn stoppaði eiginlega aldrei og ég fékk að taka þátt í stórkostlegum og krefjandi verkefnum. Ég gaf mér líka meðvitað leyfi til að gera hluti eins og að lesa meira mér til skemmtunar. Á síðasta ári þræddi ég mig í gegnum næstum allan Jón Kalman sem reddaði sálarlífinu alveg og gerði það ríkara. En stærstu áhrif Covid á mitt líf hafa sjálfsagt verið sú að þetta ástand, allar þessar miklu breytingar í heiminum gáfu mér frelsi til að sjá lífið og hvert ég vil fara í nýju ljósi og það fyrir mér var einfaldlega að ég þráði bara að koma heim. Svo ég gerði það bara.“ Anita Briem leikkona hefur verið á fullu í leiklistinni hér á landi síðan hún flutti aftur til Íslands.Saga Sig Frelsi fyrir sjö ára stúlku Anita hafði byggt sér hús í Bandaríkjunum ásamt eiginmanninum en fann svo að hún vildi flytja til Íslands með dóttur sína. Hún segir að þær mæðgur séu búnar að koma sér mjög vel fyrir. „Við mæðgur erum orðnar grjótharðir Vesturbæingar og það að hafa verið í burtu og búið í stórborgum kennir manni að meta alla litlu hlutina, frelsi fyrir sjö ára stelpu að skottast út í Kjötborg og kaupa mjólk á reikning mömmu sinnar, bárujárnið, túlípanarnir á vorin og vinir og fjölskylda að banka upp á án þess láta vita. Það hef ég ekki upplifað mjög lengi. Úti þurfti að skipuleggja alla hittinga með viku fyrirvara.“ Eins og stendur er því planið að vera áfram á Íslandi. „Ég vil að Mía fái að alast upp hérna sem Íslendingur nálægt fjölskyldunni og hér líður mér vel.“
Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Grenjaði úr mér augun í einn og hálfan tíma samfleytt“ Aníta Briem fór 16 ára á vit ævintýranna og flutti til London. Eftir meira en 12 ár í leiklistinni í Hollywood er hún er nú flutt aftur heim til Íslands. 5. október 2020 15:31 Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Grenjaði úr mér augun í einn og hálfan tíma samfleytt“ Aníta Briem fór 16 ára á vit ævintýranna og flutti til London. Eftir meira en 12 ár í leiklistinni í Hollywood er hún er nú flutt aftur heim til Íslands. 5. október 2020 15:31
Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35