Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 12:29 Søren Brostrøm, formaður heilbrigðisráðs Danmerkur, greindi frá ákvörðuninni um að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt í Danmörku í gær. Vísir/EPA Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast. Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast.
Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02