Sjálfsagðir hlutir Arnar Sveinn Geirsson skrifar 14. apríl 2021 07:00 Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það var mér mikill léttir að vissu leyti þegar ég áttaði mig á því hvað það hafði haft mikil áhrif á mig að ég hætti að nota orðið mamma. Ég hætti því af því að það var allt í einu engin mamma. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfsagt að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag mjög sjálfsagt. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfsagt – og þetta er ég að upplifa aftur núna í þessum heimsfaraldri. Líf okkar breyttist á svipstundu. Allt í einu máttum við ekki mæta til vinnu, hitta vinnufélagana eða drekka kaffi á kaffistofunni. Allt í einu máttum við ekki hitta vini okkar hvar og hvenær sem er, ferðast til útlanda án takmarkana, stunda íþróttina okkar, fara í ræktina eða sund. Allt í einu máttum við ekki knúsa mömmu og pabba eða ömmu og afa. Allt í einu máttum við ekki fylgja okkar nánasta fólki síðasta spölinn. Allt í einu voru svo margir hlutir sem við tókum sem sjálfsögðum hlut ekki lengur sjálfsagðir. Það virðist oft vera að við þurfum að ganga í gegnum mikla erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Að sjá að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Af hverju? Ef ég fengi spuninguna „vildir þú óska þess að mamma þín hefði ekki dáið þegar hún dó?“ að þá væru fyrstu viðbrögð að svara því játandi. Auðvitað vildi ég óska þess. En svo kemur hik – og ég verð hræddur við þetta hik. Hvað ef þetta er ekki svona einfalt? Hvað ef að svarið er ekki svona afdráttarlaust? Hvað ef að svarið er bæði já og nei? Auðvitað hefði ég óskað þess að mamma hefði ekki dáið. En ég væri ekki manneskjan sem ég er í dag ef það hefði ekki gerst. Mig langar að geta tekið hluti í sátt sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst – og mig langar að læra að þykja vænt um hluti sem ég vildi óska að hefðu ekki gerst. Ég ætti ekki yndislega stjúpmóður og þrjú yndisleg systkini sem bættust við í kjölfarið. Ég hefði ekki þurft að ganga í gegnum allt sem á eftir kom – sem síðar varð minn stærsti lærdómur sem mun halda áfram að spyrja mig erfiðra spurninga út ævina. Ef ég ætla að vera sáttur við manninn sem ég er í dag að þá verð ég að sættast við það sem gerðist og þykja vænt um allar mínar raunir. Af því að það eru þær sem móta mig, styrkja mig, efla mig og þróa mig. Þannig svarið er í senn já og nei. Svarið er í senn já ég vildi óska þess að ég hefði mömmu hér og nei ég myndi ekki vilja breyta neinu. En af hverju þurfum við þessa miklu erfiðleika til þess að sjá hluti í nýju ljósi? Það er eins og hraðinn, sem er á okkur flestum í samfélagi dagsins í dag, sé svo mikill að við höfum engan tíma til þess að tengjast okkur sjálfum. Við höfum gleymt því að ef við þekkjum ekki okkur sjálf að þá áttum við okkur ekki á því hvað raunverulega færir okkur gleði og hamingju. Við sjáum ekki litlu hlutina sem gerast á hverjum einasta degi, oft á dag, sem veita okkur ósvikna gleði. Við fengum heimsfaraldur í fangið, þvert á óskir okkar allra, sem hægði á samfélaginu - og í því liggur risastórt tækifæri. Tækifæri fyrir okkur að hægja líka á. Staldra við og skoða okkur sjálf – hvar við stöndum og hvað við ætlum að taka með okkur út úr þessum tíma. Við höfum ekki stjórn á því hversu lengi ástandið mun vara áfram – sama hversu ósammála við erum og sama hversu ósanngjarnt okkur þykir það. Því meira sem við reynum að hafa stjórn á hlutum sem eru ekki í okkar höndum, því minni stjórn höfum við. En við höfum stjórn á því hvaða lærdóm við viljum taka út úr þessu. Við getum tekið þá ákvörðun að staldra við og meðtaka og þakka fyrir litlu hlutina, sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir. Ef við hægjum ekki á okkur að þá gætum við misst af því að kynnast mikilvægustu manneskju lífs okkar – okkur sjálfum. Höfundur er fyrirlesari.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun