Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 15:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. vísir/Egill Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Líkt og komið hefur fram hefur bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ákveðið að fresta dreifingu á Janssen bóluefninu í Evrópu. Þetta var gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins þar sem hið minnsta sex konur á aldrinum átján til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra erlátin og ein á sjúkrahúsi og er ástand hennar sagt alvarlegt. Þórólfur segir þessar aukaverkanir svipa til þeirra sem greint var frá í tengslum við bóluefni AstraZeneca. Hann segir eðlilegt að skoða málið nánar. „Við munum bíða með að nota bóluefnið þar til við fáum betri upplýsingar,“ segir Þórólfur. Ekki er víst hversu lengi þetta hlé mun vara. „Við munum bíða með bóluefnið og sjá svo hvort við getum notað það fyrir ákveðna hópa sem við teljum að sé ekki hætta búin af bóluefninu eins og við erum að gera með Astra Zeneca,“ segir hann og bætir við að horft verði til upplýsinga frá Lyfjastofnun Evrópu og Norðurlöndunum. Von er á 4.800 skömmtum af bóluefni Janssen í mánuðinum og hver einstaklingur þarf aðeins einn skammt. Setur þetta strik í reikninginn varðandi bólusetningar? „Ef niðurstaðan verður sú að það verður ekki ráðlagt að nota bóluefnið mun það svo sannarlega gera það. Ég vona að það verði ekki nein töf þó við stoppum notkunina í einhverjar vikur. Ef endanlega niðurstaðan verður hins vegar sú að það sé ekki þorandi að nota bóluefnið mun það setja strik í reikninginn.“ Stórt strik? „Við vorum búin að panta um 230 þúsund skammta og einn skammtur dugar fyrir einn einstakling þannig þetta er stór biti.“ Myndi það setja bólusetningar í verulegt uppnám? „Já, það myndi gera það og breyta áætlunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira