„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. apríl 2021 22:01 Hipsumhaps sendi frá sér lagið Þjást í dag ásamt meðfylgjandi myndbandi. Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. Hipsumhaps hlaut mikið lof fyrir plötuna Best gleymdu leyndarmálin á síðasta ári sem að innihélt lög eins og Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin. Fannar segir að nýja platan gangi alveg upp sem framhald af þeirri fyrri. „Mér finnst hún þroskaðari og í raun ennþá meira Hipsumhaps. Fjölbreytt“ Segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. Á persónulegum nótum „Þjást er lag sem ég samdi fyrir nokkrum árum og fjallar í rauninni bara um samskipti við aðra manneskju, sem þú ert hrifinn af. Upplifa stórar tilfinningar, það þarf ekkert að vera bara að vera ógeðslega ástfanginn, þetta getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama og fara fram úr sér.. “ Fannar Ingi Friðþjófsson setur hjartað á borðið með nýrri plötu.Anna Maggý Leikstýrur af myndbandinu Þjást eru þær Álfheiður Marta og Svanhildur. „Þær stóðu sig ótrúlega vel og ýttu mér út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði aldrei um að leika í þessu sjálfur þegar að við byrjuðum að ræða hugmyndir og ég var frekar tregur með það. Svo bara að treysta þeim fyrir þessu og leyfa þeim að gera sitt.“ segir Fannar um samstarfið. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Hipsumhaps sendir frá sér. Hann leyfði leikstýrunum að ráða ferðinni og segist ekki hafa horft mikið á myndbandið sjálfur í ferlinu. „Það væri skrítið að vera búinn að horfa á það mjög oft, það væri narsissískt.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en lagið má einnig finna á Spotify. Leikstýra fyrir hvorn annan Fannar er með bakgrunn innan kvikmyndageirans, þar á meðal við framleiðslu á tónlistarmyndböndum. Þetta hefur því verið bæði skemmtilegt og krefjandi fyrir hann. „Við erum búin að taka upp nokkur önnur myndbönd og ég er bara að leikstýra þessu sjálfur og fleiri góðir.“ Hann vann áður sem listrænn stjórnandi á auglýsingastofu og getur nýtt sér mikið það sem hann lærði í því starfi. „Þar lærði ég margt um verkferlana við að gera tónlist. Að fá hugmynd, framkvæma hana og birta. Hingað til hefur mér fundist næs að fá hugmyndirnar og framleiða þær en ekki beint titla mig sem leikstjóra, en hafa samt geðveikt sterkar skoðanir. Þannig afhverju ekki bara að prófa þetta.“ Fannar hefur þó leikstýrt tónlistarmyndbandi áður en á Youtube er nafn leikstjórans skrifað Fannsi frændi. „Ég leikstýrði í fyrsta skipti myndbandi fyrir Birni og Lil‘ Binna við lagið PBS og svo núna var Lil‘ Binni að leikstýra myndbandi fyrir mig, sem verður epískt.“ Hvatvís útgáfa Fyrir páska laumaði Hipsumhaps laginu 2021 á Spotify og er fyrsta lagið sem að kemur út af væntanlegri plötu. „Ég samdi þessa gítarlínu fyrir næstum því tíu árum síðan en ég náði aldrei að koma niður neinum texta. Svo gróf ég þetta þegar við fórum að gera plötuna og fannst þetta gott lag til að byrja plötuna. Lagið setur tóninn fyrir restina af plötunni og skilaboð hennar. Að ná utan um tíðarandann og boða kærleik.“ segir Fannar. Fannar segir að mikið af vinum hans komi að þessu með honum. Tengingarnar eru margar skemmtilegar. Til dæmis var ungur drengur að vinna á tökustað með föður sínum, en strákurinn hafði verið nemandi Fannars í 8. bekk í Álftanesskóla á síðasta ári. Úr myndbandinu við lagið þjást. „Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst í kvikmyndageiranum og er að hjálpa mér að gera þessi myndbönd." Síðasta sumar vonbrigði Hann vonar að fólk taki vel í tónlistina og láti svo sjá sig þegar tónlistarfólk fær kost á því að stíga á svið á ný. „Það skiptir miklu máli að það verði stemning þegar þessi faraldur er búinn, þegar búið er að ná tökum á honum. Ég vona svo að fólk verði duglegt að mæta á viðburði og tónleika, að fjölmenna og stappa kofann þegar þetta samkomubann er búið vegna þess að á þessu lifir listin.“ Lagið Þjást er komið á Spotify og myndbandið er komið á Youtube.Hipsumhaps Hann viðurkennir samt að óvissan sé enn mikil varðandi sumarið 2021. „Ég er búinn að vera að hafa samband við tónleikastaði og það er enginn að skipuleggja neitt. Einhverjir staðir eru meira að segja ekki vissir hvort þeir ætli yfir höfuð að halda tónleika í sumar og eru því ekki að taka við bókunum. Það segir ótrúlega margt og getur slegið úr manni vindinn en á sér eðlilegar útskýringar. Þessi faraldur er að bitna á öllum. En núna er ég bara að gefa út, setja hjartað mitt á borðið og framkvæmi hugmyndir af ótrúlega mikilli ástríðu. Ég leggst ekkert í læsta hliðarlegu og fer að vorkenna sjálfum mér, því þetta er val og ég er að velja þetta. Ég vel að elta ástríðuna. Ég ákvað bara að keyra á þetta, taka áhættu og vera ekki háður styrkjum frá ríkinu.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hipsumhaps hlaut mikið lof fyrir plötuna Best gleymdu leyndarmálin á síðasta ári sem að innihélt lög eins og Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin. Fannar segir að nýja platan gangi alveg upp sem framhald af þeirri fyrri. „Mér finnst hún þroskaðari og í raun ennþá meira Hipsumhaps. Fjölbreytt“ Segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. Á persónulegum nótum „Þjást er lag sem ég samdi fyrir nokkrum árum og fjallar í rauninni bara um samskipti við aðra manneskju, sem þú ert hrifinn af. Upplifa stórar tilfinningar, það þarf ekkert að vera bara að vera ógeðslega ástfanginn, þetta getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama og fara fram úr sér.. “ Fannar Ingi Friðþjófsson setur hjartað á borðið með nýrri plötu.Anna Maggý Leikstýrur af myndbandinu Þjást eru þær Álfheiður Marta og Svanhildur. „Þær stóðu sig ótrúlega vel og ýttu mér út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði aldrei um að leika í þessu sjálfur þegar að við byrjuðum að ræða hugmyndir og ég var frekar tregur með það. Svo bara að treysta þeim fyrir þessu og leyfa þeim að gera sitt.“ segir Fannar um samstarfið. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Hipsumhaps sendir frá sér. Hann leyfði leikstýrunum að ráða ferðinni og segist ekki hafa horft mikið á myndbandið sjálfur í ferlinu. „Það væri skrítið að vera búinn að horfa á það mjög oft, það væri narsissískt.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en lagið má einnig finna á Spotify. Leikstýra fyrir hvorn annan Fannar er með bakgrunn innan kvikmyndageirans, þar á meðal við framleiðslu á tónlistarmyndböndum. Þetta hefur því verið bæði skemmtilegt og krefjandi fyrir hann. „Við erum búin að taka upp nokkur önnur myndbönd og ég er bara að leikstýra þessu sjálfur og fleiri góðir.“ Hann vann áður sem listrænn stjórnandi á auglýsingastofu og getur nýtt sér mikið það sem hann lærði í því starfi. „Þar lærði ég margt um verkferlana við að gera tónlist. Að fá hugmynd, framkvæma hana og birta. Hingað til hefur mér fundist næs að fá hugmyndirnar og framleiða þær en ekki beint titla mig sem leikstjóra, en hafa samt geðveikt sterkar skoðanir. Þannig afhverju ekki bara að prófa þetta.“ Fannar hefur þó leikstýrt tónlistarmyndbandi áður en á Youtube er nafn leikstjórans skrifað Fannsi frændi. „Ég leikstýrði í fyrsta skipti myndbandi fyrir Birni og Lil‘ Binna við lagið PBS og svo núna var Lil‘ Binni að leikstýra myndbandi fyrir mig, sem verður epískt.“ Hvatvís útgáfa Fyrir páska laumaði Hipsumhaps laginu 2021 á Spotify og er fyrsta lagið sem að kemur út af væntanlegri plötu. „Ég samdi þessa gítarlínu fyrir næstum því tíu árum síðan en ég náði aldrei að koma niður neinum texta. Svo gróf ég þetta þegar við fórum að gera plötuna og fannst þetta gott lag til að byrja plötuna. Lagið setur tóninn fyrir restina af plötunni og skilaboð hennar. Að ná utan um tíðarandann og boða kærleik.“ segir Fannar. Fannar segir að mikið af vinum hans komi að þessu með honum. Tengingarnar eru margar skemmtilegar. Til dæmis var ungur drengur að vinna á tökustað með föður sínum, en strákurinn hafði verið nemandi Fannars í 8. bekk í Álftanesskóla á síðasta ári. Úr myndbandinu við lagið þjást. „Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst í kvikmyndageiranum og er að hjálpa mér að gera þessi myndbönd." Síðasta sumar vonbrigði Hann vonar að fólk taki vel í tónlistina og láti svo sjá sig þegar tónlistarfólk fær kost á því að stíga á svið á ný. „Það skiptir miklu máli að það verði stemning þegar þessi faraldur er búinn, þegar búið er að ná tökum á honum. Ég vona svo að fólk verði duglegt að mæta á viðburði og tónleika, að fjölmenna og stappa kofann þegar þetta samkomubann er búið vegna þess að á þessu lifir listin.“ Lagið Þjást er komið á Spotify og myndbandið er komið á Youtube.Hipsumhaps Hann viðurkennir samt að óvissan sé enn mikil varðandi sumarið 2021. „Ég er búinn að vera að hafa samband við tónleikastaði og það er enginn að skipuleggja neitt. Einhverjir staðir eru meira að segja ekki vissir hvort þeir ætli yfir höfuð að halda tónleika í sumar og eru því ekki að taka við bókunum. Það segir ótrúlega margt og getur slegið úr manni vindinn en á sér eðlilegar útskýringar. Þessi faraldur er að bitna á öllum. En núna er ég bara að gefa út, setja hjartað mitt á borðið og framkvæmi hugmyndir af ótrúlega mikilli ástríðu. Ég leggst ekkert í læsta hliðarlegu og fer að vorkenna sjálfum mér, því þetta er val og ég er að velja þetta. Ég vel að elta ástríðuna. Ég ákvað bara að keyra á þetta, taka áhættu og vera ekki háður styrkjum frá ríkinu.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira