Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum félagsins. Um er ræða markvörð og miðjumenn sem hafa báðar spilað í bandaríska háskólaboltanum.
Abby Carchio er 23 ára gamall miðjumaður sem lék síðast með Gintre í Litáen. Þar áður lék hún með Brown háskólanum í Bandaríkjunum. Carchio varð meistari með Gintre og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu.
Tiffany Sornpao er 22 ára gamall markvörður. Hún kemur frá Taílandi og hefur spilað fjóra A-landsleiki. Hún kemur til Keflavík eftir að hafa leikið með Kennesaw State frá árinu 2017.
Keflavík fær Selfoss í heimsókn er Pepsi Max-deild kvenna fer af stað í byrjun maí. Sem stendur er leikurinn settur á 5. maí á vefsíðu Knattspyrnusambands Íslands en það gæti breyst þar sem enn er æfinga og keppnisbann hér á landi.
Tiffany Sornpao og Abby Carchio skrifa undir samning við Keflavík! Tiffany er 23 ára gömul og er bæði frá Bandaríkjunum...
Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Friday, April 9, 2021