Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:12 Íbúar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í Austur-Úkraínu virða sækja eigur sínar úr rústum húsa sem urðu fyrir sprengjuregni í gær. Aukin spenna er hlaupin í átökin á svæðinu og Rússar safna liði á landamærunum. Vísir/AP Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði og vestrænir bandamenn þeirra óttast að Rússar búi sig nú undir vopnaða innrás í austanverða Úkraínu. Þeir hafa safnað liði nærri landamærum ríkjanna og þá hafa skærur á milli uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum og ráða ríkjum í Donbass-héraði og úkraínska stjórnarhersins færst í aukana að undanförnu. Andrí Taran, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir aðeins ákvörðun um það á æðstu stigum stjórnvalda í Kreml geti skýrt aukinn ágang Rússa við Úkraínu. Ögranir Rússa gætu egnt Úkraínumenn út í átök í Donbass, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Rússnesk stjórnvöld, sem hafa stutt við uppreisnarmennina í Austur-Úkraínu um árabil, hafna því að ógn stafi af hermönnum þeirra. Þau muni verja „borgara“ sína í Austur-Úkraínu ef átökin þar fara harðnandi og þeim sé frjálst að senda hermenn þangað sem þau vilja innan Rússlands. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands hvöttu Rússa til að stöðva liðsflutninga sína að landamærum Úkraínu í gær. Lýstu þeir jafnframt stuðningi við ríkisstjórn Úkraínu í deilum hennar við Rússa. Fleiri en fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum í Austur-Úkraínu sem hófust eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússar hafa alla tíð neitað því að hermenn þeirra berjist í Austur-Úkraínu. Átylla stjórnvalda í Kreml fyrir innlimun Krímskaga var að þau þyrftu að verja rússneskumælandi íbúa svæðisins. Reyndu Rússar að veita innlimuninni lögmæti eftir á með því að boða til íbúakosningar.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9. apríl 2021 23:22