Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 21:00 Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi, hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaksins yfir Eiðistorgi. Vísir Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét. Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi, íbúar þar hafa ekki getað sinnt eðlilegu viðhaldi og íbúðir liggja undir skemmdum. Þak í eigu bæjarins skapar stærsta vandann. Fréttastofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum og fékk þau eftir að hafa leitað til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins. Fréttastofa hefur gögn undir höndum þar sem farið er fram á við bæinn að lagfæra flóttaleiðir og lagfæra þak. Því var hafnað árið 2019. Íbúum á Eiðistorgi 13 til 15 hefur ekki tekist að sinna eðlilegu viðhaldi á húsnæði sínu síðustu ár vegna þess að verktökum tekst ekki að komast að framkvæmdunum vegna glerþaksins sem er í eigu bæjarins. „Í sólstofunni hjá mér er steyptur veggur, hann er hriplekur og það þarf að laga hann á svölunum hinumegin. Frá 2019 þá hefur ekki verið hægt að halda áfram torgmegin vegna þess að ekki hefur tekist að semja við bæinn um lausn á því hvernig koma eigi fyrir stillönsum fyrir ofan þakið á torginu,“ segir Margrét Hermanns Auðardóttir, íbúi á Eiðistorgi. „Þetta er auðvitað mjög sérstakt og manni verður hugsað til þess af hverju í ósköpunum sé ekki hægt að setjast niður með húseigendum og leysa þessi mál,“ segir Margrét.
Stendur Seltjarnesbær við þá ákvörðun að taka ekki þátt í kostnaði svo hægt sé að ráðast í viðhald? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin enda engin beiðni komið,“ segir í svari bæjarins. Hvers vegna er ekki búið að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi? „Ekki er hægt að setja upp sameiginlegt brunavarnakerfi á Eiðistorgið með ölum húsfélögum er tengjast torginu fyrr en búið er að stofna rekstrarfélag,“ segir í svari. Hvers vegna eru reyklúgur á þakinu í ólagi? „Reynt hefur verið að gera við núverandi reyklúgur. Nú liggur fyrir að það er ekki hægt þar sem ekki fást lengur varahlutir í þær. Verið er að leita úrlausna.“ Telur bærinn að aðrir en sveitarfélagið beri ábyrgð á þakinu? „Bærinn byggði þakið. Þak sem tengist við aðrar eignir á torginu,“ segir í svari bæjarins.
Seltjarnarnes Fasteignamarkaður Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59 Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. 5. mars 2021 11:59
Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. 4. mars 2021 21:01