Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 15:38 Frá Björgvin í Noregi. Vísir/Getty Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol að beiðni norskra yfirvalda. Hann hafi verið tekinn höndum á Íslandi. Hans bíður fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi. Handtaka mannsins tengist mannráni og grófri líkamsárás á Reidar Olsen, listaverkasala, í borginni Björgvin í desember árið 2015. Osen hélt því fram að mannræningjarnir hefðu ráðist á hann í bíl sínum í miðborg Björgvinjar og rænt honum. Þeir hafi síðan barið hann, hótað honum lífláti og sýnt honum gröf sem þeir kæmu honum í ef hann greiddi þeim ekki tvær milljónir norskra króna, jafnvirði um þrjátíu milljóna íslenskra króna. Fjórum árum síðar var málið tengt við mannrán og árás á annan mann, Petter Slengesol, þetta sama ár. Rannsókn málsins dróst á langinn en fimm árum eftir að brotin voru framin hlutu tveir pólskir karlmenn á fertugsaldri fangelsisdóma. Maðurinn sem var handtekinn á Íslandi er bróðir annars þeirra. Annar þeirra sakfelldu hlaut fimm ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Sá sem á bróðirinn sem var handtekinn á Íslandi var sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás á Osen en hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir rán og líkamsárás á Slengesol. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Norska sjónvarpsstöðin TV2 segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol að beiðni norskra yfirvalda. Hann hafi verið tekinn höndum á Íslandi. Hans bíður fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi. Handtaka mannsins tengist mannráni og grófri líkamsárás á Reidar Olsen, listaverkasala, í borginni Björgvin í desember árið 2015. Osen hélt því fram að mannræningjarnir hefðu ráðist á hann í bíl sínum í miðborg Björgvinjar og rænt honum. Þeir hafi síðan barið hann, hótað honum lífláti og sýnt honum gröf sem þeir kæmu honum í ef hann greiddi þeim ekki tvær milljónir norskra króna, jafnvirði um þrjátíu milljóna íslenskra króna. Fjórum árum síðar var málið tengt við mannrán og árás á annan mann, Petter Slengesol, þetta sama ár. Rannsókn málsins dróst á langinn en fimm árum eftir að brotin voru framin hlutu tveir pólskir karlmenn á fertugsaldri fangelsisdóma. Maðurinn sem var handtekinn á Íslandi er bróðir annars þeirra. Annar þeirra sakfelldu hlaut fimm ára og fjögurra mánaða fangelsisdóm. Sá sem á bróðirinn sem var handtekinn á Íslandi var sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás á Osen en hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir rán og líkamsárás á Slengesol.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira