Leyndarmál eða lygar? Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 11:30 Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun