Stór eyja og lítil orkuvinnsla, hærri kostnaður – eða hvað? Jón Skafti Gestsson skrifar 8. apríl 2021 11:00 Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins. Þrátt fyrir það höfum við hjá Landsneti sætt nokkurri gagnrýni fyrir skort á kostnaðarvitund og erum sögð grafa undan samkeppnishæfni landsins með áætlunum okkar um að styrkja flutningskerfið í samræmi við stefnu stjórnvalda. Er það sanngjörn gagnrýni? Kostnaður við flutning raforku fer hækkandi um heim allan. Það er óumflýjanlegur fylgifiskur endurnýjanlegrar raforku. Ástæðurnar eru ekki sérstaklega flóknar og sjálfsagt að fara aðeins yfir þær. Bæði er vinnsla endurnýjanlegra raforkukosta stopulli en hefðbundinna orkugjafa á borð við gas, kol eða kjarnorku og svo eru þeir ekkert endilega staðsettir á heppilegum stöðum, ólíkt fyrrgreindum orkugjöfum sem hægt er að staðsetja að vild. Afleiðingin er að minni orka kemur frá hverjum virkjunarstað og hana þarf að flytja um lengri veg. Hvort tveggja hækkar auðvitað kostnað. Hér á Íslandi er orkuvinnsla á flatarmál undir heimsmeðaltali, öll orka unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum og flutningskerfið okkar er sprungið. Þetta eru allt saman lykilatriði sem hækka að öðru óbreyttu kostnað við flutning en rata því miður sjaldnast inn í umræðuna. Umræðan hefur því miður einblínt á valkvæðan verðsamanburð stóriðju. Mynd 1 Raforkuvinnsla að flatarmáli - Ísland er undir heimsmeðaltali Á Íslandi býr fámenn þjóð sem framleiðir mikla orku miðað við höfðatölu en litla orku miðað við landsvæði. Framangreind hækkunaráhrif koma því sterkt fram hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar. Engu að síður er flutningskostnaður raforku hér á landi undir meðaltali Evrópuríkja samkvæmt samanburði Samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja og fór samfleytt lækkandi á árunum 2013-2021. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 11% hækkun flutningskostnaðar á næsta áratug. Í Svíþjóð mun flutningfyrirtækið tvöfalda tekjur sínar á næsta áratug, Norðmenn munu hækka um fjórðung á næstu fimm árum. Sams konar niðurstöður eru fyrirséðar í Bretlandi og Þýskalandi. Allar líkur eru því á að flutningskostnaður raforku hér á landi muni lækka hlutfallslega samanborið við þessi lönd. Framtíðarsýnin: Flutningskerfið, orkuþörfin og Parísarsamkomulagið Íslendingar hafa áratugum saman búið við endurnýjanlegt húshitunar- og raforkukerfi. Sá árangur var ekki ókeypis, heldur náðist með framsýnum og umfangsmiklum fjárfestingum í hitaveitum og byggðalínunni sem tryggði raforkuflutning í alla landshluta. Síðan er liðin hartnær hálf öld og endurnýjunar er þörf, bæði vegna þess að enginn búnaður endist að eilífu en einnig því kerfið er uppselt, sprungið – fullestað. Það er ekki hægt að afhenda meiri raforku til nýrrar atvinnustarfsemi víðast hvar á Íslandi. Áskorun okkar kynslóðar er því að endurnýja byggðalínuna að loknum líftíma hennar með þarfir framtíðarinnar í huga, gera orkuskipti möguleg, tryggja landsbyggðunum viðunandi afhendingaröryggi og möguleika til atvinnuþróunar. Íslendingar eru aðilar að Parísarsamkomulaginu. Með því höfum við skuldbundið okkur til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær skuldbindingar munum við einfaldlega ekki standa við án þess að flutningskerfið okkar stækki. Samorka gerði á síðasta ári greiningu á því hvað þarf mikla viðbótarraforku á Íslandi til þess að við getum staðið við skuldbindingar okkar sem þjóð. Svarið var að til þess að ná fram kolefnishlutleysi í samgöngum á landi munu þurfa að koma til 3.600 GWst af orku og nálægt 800 MW af afli. Til þess að ná fram kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við orkustefnu okkar munum við þurfa 9.000 GWst og 1.250 MW af afli. Það er því deginum ljósara að við þurfum verulegar styrkingar á flutningskerfinu okkar ef við ætlum okkur að standa við skuldbindingar okkar. Hitaveituvæðingin og byggðalínan voru ekki óumdeild verkefni. Þá eins og nú voru uppi gagnrýnisraddir sem töluðu um bruðl og offjárfestingu. Sem betur fer urðu þau sjónarmið undir á sínum tíma og vonandi berum við sem þjóð gæfu til þess að svo fari aftur í þetta skiptið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar víðtæks og langvarandi rafmagnsleysis eftir óveður veturinn 2019-2020 ákvað ríkisstjórnin að gera sérstakt átak í því að styrkja flutningskerfi raforku og rímaði sú ákvörðun vel við aðrar stefnur stjórnvalda um styrkingu flutningskerfisins. Þrátt fyrir það höfum við hjá Landsneti sætt nokkurri gagnrýni fyrir skort á kostnaðarvitund og erum sögð grafa undan samkeppnishæfni landsins með áætlunum okkar um að styrkja flutningskerfið í samræmi við stefnu stjórnvalda. Er það sanngjörn gagnrýni? Kostnaður við flutning raforku fer hækkandi um heim allan. Það er óumflýjanlegur fylgifiskur endurnýjanlegrar raforku. Ástæðurnar eru ekki sérstaklega flóknar og sjálfsagt að fara aðeins yfir þær. Bæði er vinnsla endurnýjanlegra raforkukosta stopulli en hefðbundinna orkugjafa á borð við gas, kol eða kjarnorku og svo eru þeir ekkert endilega staðsettir á heppilegum stöðum, ólíkt fyrrgreindum orkugjöfum sem hægt er að staðsetja að vild. Afleiðingin er að minni orka kemur frá hverjum virkjunarstað og hana þarf að flytja um lengri veg. Hvort tveggja hækkar auðvitað kostnað. Hér á Íslandi er orkuvinnsla á flatarmál undir heimsmeðaltali, öll orka unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum og flutningskerfið okkar er sprungið. Þetta eru allt saman lykilatriði sem hækka að öðru óbreyttu kostnað við flutning en rata því miður sjaldnast inn í umræðuna. Umræðan hefur því miður einblínt á valkvæðan verðsamanburð stóriðju. Mynd 1 Raforkuvinnsla að flatarmáli - Ísland er undir heimsmeðaltali Á Íslandi býr fámenn þjóð sem framleiðir mikla orku miðað við höfðatölu en litla orku miðað við landsvæði. Framangreind hækkunaráhrif koma því sterkt fram hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar. Engu að síður er flutningskostnaður raforku hér á landi undir meðaltali Evrópuríkja samkvæmt samanburði Samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja og fór samfleytt lækkandi á árunum 2013-2021. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir 11% hækkun flutningskostnaðar á næsta áratug. Í Svíþjóð mun flutningfyrirtækið tvöfalda tekjur sínar á næsta áratug, Norðmenn munu hækka um fjórðung á næstu fimm árum. Sams konar niðurstöður eru fyrirséðar í Bretlandi og Þýskalandi. Allar líkur eru því á að flutningskostnaður raforku hér á landi muni lækka hlutfallslega samanborið við þessi lönd. Framtíðarsýnin: Flutningskerfið, orkuþörfin og Parísarsamkomulagið Íslendingar hafa áratugum saman búið við endurnýjanlegt húshitunar- og raforkukerfi. Sá árangur var ekki ókeypis, heldur náðist með framsýnum og umfangsmiklum fjárfestingum í hitaveitum og byggðalínunni sem tryggði raforkuflutning í alla landshluta. Síðan er liðin hartnær hálf öld og endurnýjunar er þörf, bæði vegna þess að enginn búnaður endist að eilífu en einnig því kerfið er uppselt, sprungið – fullestað. Það er ekki hægt að afhenda meiri raforku til nýrrar atvinnustarfsemi víðast hvar á Íslandi. Áskorun okkar kynslóðar er því að endurnýja byggðalínuna að loknum líftíma hennar með þarfir framtíðarinnar í huga, gera orkuskipti möguleg, tryggja landsbyggðunum viðunandi afhendingaröryggi og möguleika til atvinnuþróunar. Íslendingar eru aðilar að Parísarsamkomulaginu. Með því höfum við skuldbundið okkur til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær skuldbindingar munum við einfaldlega ekki standa við án þess að flutningskerfið okkar stækki. Samorka gerði á síðasta ári greiningu á því hvað þarf mikla viðbótarraforku á Íslandi til þess að við getum staðið við skuldbindingar okkar sem þjóð. Svarið var að til þess að ná fram kolefnishlutleysi í samgöngum á landi munu þurfa að koma til 3.600 GWst af orku og nálægt 800 MW af afli. Til þess að ná fram kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við orkustefnu okkar munum við þurfa 9.000 GWst og 1.250 MW af afli. Það er því deginum ljósara að við þurfum verulegar styrkingar á flutningskerfinu okkar ef við ætlum okkur að standa við skuldbindingar okkar. Hitaveituvæðingin og byggðalínan voru ekki óumdeild verkefni. Þá eins og nú voru uppi gagnrýnisraddir sem töluðu um bruðl og offjárfestingu. Sem betur fer urðu þau sjónarmið undir á sínum tíma og vonandi berum við sem þjóð gæfu til þess að svo fari aftur í þetta skiptið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar