Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Palm Beach í Flórída var hún kölluð til í gærmorgun vegna skotárásar.
Þegar lögreglan mætti á staðinn var einn maður látinn en annar á leiðinni á sjúkrahús.
Rudolph var í kjölfarið handtekinn vegna gruns um morð og tilraun til manndráps. Hann mætir fyrir dóm í dag.
Travis Rudolph #ARRESTED for 1st Degree Murder with a Firearm and Attempted First Degree Murder with a Firearm. Shortly after midnight, we responded to a double shooting in Lake Park. One male was transported to the hospital and another was found deceased in West Palm Beach. pic.twitter.com/prQAv5Jfq2
— PBSO (@PBCountySheriff) April 7, 2021
Rudolph, sem er 25 ára, sló í gegn með Florida State háskólanum en það dugði honum þó ekki til að vera valinn í nýliðavali NFL 2017.
Giants samdi samt við hann og hann lék með liðinu 2017-18. Síðast var Rudolph á mála hjá Winnipeg Blue Bombers í kanadísku deildinni.