Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:14 „Friðarveggur“ á milli hverfa sambandssinna og þjóðernissinna við Lanark-veg í vesturhluta Belfast. Andstæðar fylkingar köstuðu hlutum yfir vegginn í nótt. AP/Peter Morrison Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi. Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi.
Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira