Dýrt spaug Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Orkumál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar