Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 12:43 Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands til fjölda ára. Kosningabaráttan snerist að stórum hluta um fyrirhugaða námuvinnslu í grennd við bæinn Narsaq. Getty Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06