Gísli óttaðist um ferilinn en stuðningur mömmu hjálpaði Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þjáningin skein úr svip Gísla Þorgeirs Kristjánssonar þegar hann gekk af velli eftir að hafa meiðst í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín í mars. Getty/Peter Niedung Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, óttaðist að handboltaferlinum væri lokið þegar hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði. Áfallið var mikið en Gísli fékk uppörvandi skilaboð frá lækninum sem sér um aðgerð á öxlinni. Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni