Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 07:45 Stuðningsmenn Inuit Ataqatigiit fögnuðu í gærkvöldi. EPA Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Siumut, sem hefur sögulega séð verið stærsti flokkurinn á grænlenska, bætti einnig við sig fylgi og fékk nú um 29 prósent atkvæða. Sextán þingmenn þarf til að mynda stjórn. Egede sagði í morgun að hann muni nú ráðast í að mynda nýja stjórn, en fyrst ætli hann þó að fá sér kaffi. Allt stefnir í að hinn 34 ára Múte B. Egede verði næsti forsætisráðherra Grænlands.EPA Valdabarátta hefur staðið innan Siumut síðustu mánuði þar sem Erik Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns á síðasta ári, þó að Jensen hafi ekki tekist að tryggja sér sjálft forsætisráðherraembættið. Þeir voru báðir í framboði nú og vekur athygli að Kielsen tryggði sér fleiri persónuleg atkvæði en Jensen, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq.AG. Líklegt má telja að þetta verði einungis í annað sinn frá áinu 1979 sem Siumut muni ekki leiða stjórn á Grænlandi. Kielsen hefur gefnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2014. Naleraq tryggði sér tólf prósent atkvæða, en Demókratar einungis níu prósent og minnkar þingflokkur þeirra um helming. Nunatta Qitornai og Samarbejdspartiet náðu ekki að halda þingmönnum sínum á grænlenska þinginu og hlutu einungs tvö og eitt prósent atkvæða. Atassut hlaut sjö prósent atkvæða, álíka mikið og í síðustu kosningum árið 2018. Einnig var kosið til sveitastjórna í gær, en sveitarfélögin eru fimm á Grænlandi. Sjónir beindust sérstaklega að Narsaq á Suður-Grænlandi þar sem IA vinnur mikinn sigur bæði í kosningunum til þings og sveitastjórnar. Mikið hefur verið deilt um áætlanir um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við bæinn. Siumut er fylgjandi verkefninu, en hið ástralska Greenland Minerals vill vinna þar þrjár milljónir tonna af málmi á ári. IA hefur lagst gegn áætlunum og segjast óttast gríðarleg umhverfisspjöll og hafa farið fram á að vinnsla verði stöðvuð tafarlaust. Um tveir þriðju kjósenda í Narsaq kaus IA í þingkosningunum í gær, og um 73 prósent í sveitarstjórnarkosningnum. Stine Egede frá IA verður því nýr bæjarstjóri í sveitarfélaginu Kujalleq, þar sem Narsaq er að finna. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00