Boogie fær nýtt tækifæri í borg englanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 09:00 DeMarcus Cousins hefur samið við Los Angeles Clippers til skamms tíma. Carmen Mandato/Getty Images Miðherjinn DeMarcus „Boogie“ Cousins skrifaði í gær undir tíu daga samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni. Cousins hefur ekki spilað síðan í febrúar er Houston Rockets losaði hann undan samningi. Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn