Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 08:25 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Geldingadali til að sjá eldgosið, sem þykir mikið sjónarspil. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. „Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira