Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 18:56 Örvar Rafnsson og Áslaug Yngvadóttir eru umsjónarmenn sóttkvíarhótelsins. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01