Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 13:23 Von er á allt að 300 manns á sóttkvíarhótelið í dag en samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið milli fyrri og seinni sýnatöku. VISIR/VILHELM Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48