Mygla fannst einnig í Korpuskóla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 21:57 Korpuskóli hefur staðið ónotaður um hríð. Börn úr Fossvogsskóla voru flutt þangað vegna mygluvanda en nú hefur mygla einnig fundist í Grafarvoginum. Reykjavíkurborg Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20
Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57