Landbúnaðurinn ER á réttri leið Kári Gautason skrifar 31. mars 2021 13:01 Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Landbúnaður Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun