Samþykktu samruna Kviku, TM og Lykils Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2021 07:47 Húsakynni Kviku banka í Borgartúni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hluthafafundir Kviku banka, TM og Lykils fjármögnunar samþykktu í gær að sameina félögin þrjú undir nafni og kennitölu Kviku. TM og Lykli verður þannig slitið án skuldaskila og félögin algerlega sameinuð Kviku. Í tilkynningu kemur fram að samkvæmt samrunaáætlun félaganna frá í febrúar skuli réttindum og skyldum TM og Lykils reikningslega lokið þann 1. janúar 2021 og taki Kvika við öllum réttindum og skyldum TM og Lykils frá þeim tíma, þar á meðal skuldabréfaflokkum TM og Lykils. Marinó Örn Tryggvason og Sigurður Viðarsson, forstjórar Kviku og TM, munu áfram gegna stöðum sínum í kjölfar samrunans. Marinó Örn verður forstjóri Kviku og Sigurður verður forstjóri TM trygginga hf. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs frá og með 1. apríl 2021. Stjórnir gera ráð fyrir að tekju- og kostnaðarsamlegð muni skila 2,7 til 3,0 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta hærri en ef félögin hefði ekki sameinast, að þremur árum liðnum. Sigurður Viðarsson.TM Auka samkeppni og fjölbreytni Í tilkynningunni er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að sameiningin marki kaflaskil á vegferð sem hófst með stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar hf. árið 1956. Sameinað félag sé í senn gríðarlega öflugt og í einstakri stöðu til að auka samkeppni og fjölbreytni í fjármála- og tryggingaþjónustu á Íslandi, hluthöfum og viðskiptavinum sínum til hagsbóta. „Ég er hluthöfum þakklátur fyrir þann eindregna stuðning sem samruninn fékk á hluthafafundi í dag og trú hluthafa á þeim ávinningi sem samruninn felur í sér er stjórnendum mikil hvatning í þeim verkefnum sem fram undan eru. Nú tekur við samþætting starfsemi þriggja félaga með það að markmiði að nýta það besta frá hverju félagi og mynda sterka heild sem er í stakk búin að vinna að velgengni samstæðunnar um ókomin ár. Tryggingaþjónusta sameinaðs félags verður áfram undir merkjum TM og rétt eins og allt frá árinu 1956 verður markmiðið óbreytt, að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi tryggingaþjónustu. Samruninn mun gera þjónustu okkar fjölbreyttari og setja kraft í þróun fjölbreyttra og nútímalegra þjónustuleiða í fjármála- og tryggingaþjónustu. Við hefjum þennan nýja kafla full eftirvæntingar,“ segir Sigurður. Marinó Örn Tryggvason.Kvika Meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöllinni Þá er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku, að með sameiningu Kviku við TM og Lykil verði til eitt áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sameinað félag verði meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöll, enda um einn stærsta samruna síðustu ára að ræða. „Undirbúningur sameiningarinnar hefur gengið vel og ég er starfsmönnum þakklátur fyrir hvað þeir hafa lagt á sig á undanförnum mánuðum í undirbúningsvinnunni. Fjármálafyrirtæki er hluti af mikilvægum innviðum samfélagsins og eru jafnmikilvæg hagkerfinu og samgöngur fyrir ferðalanga. Sameinað félag mun geta gegnt mikilvægu hlutverki í að fjármagna nauðsynlega viðspyrnu hagkerfisins sem og auka samkeppni á fjármálamarkaði. Líklega verða varanlegar breytingar á samskiptum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum þegar samfélagið verður eðlilegra á ný. Nýjar venjur munu verða til og jafnvel þær rótgrónustu breytast. Alls staðar í kringum okkur eru fjármálafyrirtæki að leggja aukna áherslu á einfaldari og þægilegri þjónustu. Félagið er bæði fjárhagslega sterkt og með getu til þess að ná árangri í þessu umhverfi. Það felast mikil tækifæri í því að einfalda fjármálaþjónustu og með því auka markshlutdeild félagsins. Nú er verkefnið að láta tækifærin verða að veruleika,“ er haft eftir Marinó. Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að samkvæmt samrunaáætlun félaganna frá í febrúar skuli réttindum og skyldum TM og Lykils reikningslega lokið þann 1. janúar 2021 og taki Kvika við öllum réttindum og skyldum TM og Lykils frá þeim tíma, þar á meðal skuldabréfaflokkum TM og Lykils. Marinó Örn Tryggvason og Sigurður Viðarsson, forstjórar Kviku og TM, munu áfram gegna stöðum sínum í kjölfar samrunans. Marinó Örn verður forstjóri Kviku og Sigurður verður forstjóri TM trygginga hf. Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lykils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs frá og með 1. apríl 2021. Stjórnir gera ráð fyrir að tekju- og kostnaðarsamlegð muni skila 2,7 til 3,0 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta hærri en ef félögin hefði ekki sameinast, að þremur árum liðnum. Sigurður Viðarsson.TM Auka samkeppni og fjölbreytni Í tilkynningunni er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að sameiningin marki kaflaskil á vegferð sem hófst með stofnun Tryggingamiðstöðvarinnar hf. árið 1956. Sameinað félag sé í senn gríðarlega öflugt og í einstakri stöðu til að auka samkeppni og fjölbreytni í fjármála- og tryggingaþjónustu á Íslandi, hluthöfum og viðskiptavinum sínum til hagsbóta. „Ég er hluthöfum þakklátur fyrir þann eindregna stuðning sem samruninn fékk á hluthafafundi í dag og trú hluthafa á þeim ávinningi sem samruninn felur í sér er stjórnendum mikil hvatning í þeim verkefnum sem fram undan eru. Nú tekur við samþætting starfsemi þriggja félaga með það að markmiði að nýta það besta frá hverju félagi og mynda sterka heild sem er í stakk búin að vinna að velgengni samstæðunnar um ókomin ár. Tryggingaþjónusta sameinaðs félags verður áfram undir merkjum TM og rétt eins og allt frá árinu 1956 verður markmiðið óbreytt, að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi tryggingaþjónustu. Samruninn mun gera þjónustu okkar fjölbreyttari og setja kraft í þróun fjölbreyttra og nútímalegra þjónustuleiða í fjármála- og tryggingaþjónustu. Við hefjum þennan nýja kafla full eftirvæntingar,“ segir Sigurður. Marinó Örn Tryggvason.Kvika Meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöllinni Þá er haft eftir Marinó Erni Tryggvasyni, forstjóra Kviku, að með sameiningu Kviku við TM og Lykil verði til eitt áhugaverðasta fyrirtæki landsins. Sameinað félag verði meðal verðmætustu fyrirtækja í Kauphöll, enda um einn stærsta samruna síðustu ára að ræða. „Undirbúningur sameiningarinnar hefur gengið vel og ég er starfsmönnum þakklátur fyrir hvað þeir hafa lagt á sig á undanförnum mánuðum í undirbúningsvinnunni. Fjármálafyrirtæki er hluti af mikilvægum innviðum samfélagsins og eru jafnmikilvæg hagkerfinu og samgöngur fyrir ferðalanga. Sameinað félag mun geta gegnt mikilvægu hlutverki í að fjármagna nauðsynlega viðspyrnu hagkerfisins sem og auka samkeppni á fjármálamarkaði. Líklega verða varanlegar breytingar á samskiptum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum þegar samfélagið verður eðlilegra á ný. Nýjar venjur munu verða til og jafnvel þær rótgrónustu breytast. Alls staðar í kringum okkur eru fjármálafyrirtæki að leggja aukna áherslu á einfaldari og þægilegri þjónustu. Félagið er bæði fjárhagslega sterkt og með getu til þess að ná árangri í þessu umhverfi. Það felast mikil tækifæri í því að einfalda fjármálaþjónustu og með því auka markshlutdeild félagsins. Nú er verkefnið að láta tækifærin verða að veruleika,“ er haft eftir Marinó.
Íslenskir bankar Tryggingar Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira